fbpx
Fimmtudagur 17.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Fólk opnar sig um fáránlegar ástæður fyrir brottrekstri úr starfi – „Sé ekki eftir neinu“

Fókus
Mánudaginn 17. júní 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert skemmtilegt að vera rekin/n úr vinnunni. Kannski var það út af einhverjum niðurskurði eða síendurtekinnar ofurþynnku, en stundum er það bara eitthvað algjörlega fáránlegt. Appið Whisper bað notendur sína um að segja frá hvernig þeir hafa verið reknir og eru sum svörin alveg frábær.

„Ég sagði öllum að ég hefði verið rekin vegna niðurskurðar, en í alvöru var ég rekin fyrir að stela alltaf mat fólks úr ísskápnum.“

„Ég var rekinn í dag frá McDonalds, ég kallaði stelpu sem ég er að vinna með „McBitch““

„Ég var rekinn frá Starbucks fyrir að teikna typpi á kaffibolla stelpu. Hún hringdi í skrifstofuna.“

„Einu sinni var ég lasin í vinnunni og drakk hóstasaft. Ég vissi ekki af aukaverkununum og var rekin fyrir að vera full í vinnunni.“

„Ég var rekinn fyrir að prumpa á mikilvægum fundi.“

„Ég var rekinn fyrir að vera alltaf að hringja mig inn veikan og til að geta spilað Skyrim. Sé ekki eftir neinu.“

„Ég var rekin fyrir að blóta of mikið. Helvítis fífl.“

„Ég vann við að leika prinsinn úr Litlu Hafmeyjunni í Disneylandi í 5 ár, svo var ég rekinn fyrir að leika í klámmyndum.“

„Ég var rekin fyrir borða nammi í vinnunni, mér var alveg sama.“

„Ég var rekin því yfirmanninum mínum líkaði ekki hvernig ég hefta saman pappíra.“

„Ég var rekin fyrir að vera alltaf að taka af mér selfie í vinnunni.“

„Ég fékk lánaða vog úr vinnunni til að vigta gras. Yfirmaðurinn minn fann graslykt af henni þegar ég skilaði henni. Ég er hálfviti.“

„Ég var rekinn úr fyrstu vinnunni minni því þegar ég var freðinn þurfti ég alltaf að smakka franskarnar.“

„Ég var rekin fyrir að stunda kynlíf á skrifstofunni eftir lokun. Framkvæmdastjórinn varð mjög pirraður.“

„Ég vann í bakaríi og var rekin fyrir að fara alltaf með kassa af kleinuhringjum inn í kælinn þegar ég átti að þrífa hann.“

„Ég vann á veitingastað og var rekin fyrir að biðja viðskiptavin um eiginhandaráritun. ÞETTA VAR ZAC EFRON! KOMMON!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bergþóra fór á ævintýralega slæmt deit – Dró skyndilega upp handbrúður úr pokanum

Bergþóra fór á ævintýralega slæmt deit – Dró skyndilega upp handbrúður úr pokanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Líf Stefaníu breyttist eftir að hún fór til miðils – „Ég hefði hundrað prósent verið blindfull fyrir utan B5“

Líf Stefaníu breyttist eftir að hún fór til miðils – „Ég hefði hundrað prósent verið blindfull fyrir utan B5“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fanndís frumsýndi nýjan kærasta um helgina: Fyrrum landsliðsmaður

Fanndís frumsýndi nýjan kærasta um helgina: Fyrrum landsliðsmaður
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sunneva og sonur Bjarna Ben í sambandi

Sunneva og sonur Bjarna Ben í sambandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pierce Brosnan þakkar Húsvíkingum fyrir hlýjar móttökur

Pierce Brosnan þakkar Húsvíkingum fyrir hlýjar móttökur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda Pé varð gjaldþrota: „Missti ég alla von og vildi ekki lifa lengur“

Linda Pé varð gjaldþrota: „Missti ég alla von og vildi ekki lifa lengur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlar eiga að stjórna: „Það eru ótrúlega mikil vonbrigði hvað við erum komin stutt á leið“

Karlar eiga að stjórna: „Það eru ótrúlega mikil vonbrigði hvað við erum komin stutt á leið“