fbpx
Fimmtudagur 24.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Frægustu ljóðskáld Breta heimsækja Ísland

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. júní 2019 12:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helstu skáld breskra samtímabókmennta heimsækja Ísland dagana 21. og 22. júní og verða með tvo viðburði í Reykjavík. Þetta eru bresku skáldin Lavinia Greenlaw og Simon Armitage, sem er nýskipað lárviðarskáld Bretlands, og írska skáldið Paul Muldoon. Þau munu taka þátt í tveimur viðburður í Bókmenntaborginni Reykjavík. Viðburðirnir eru tengdir undir heitinu Letters to Iceland og standa Háskóli Íslands/Bókmennta- og listfræðastofnun, Reykjavík bókmenntaborg UNESCO og Bókaútgáfan Dimma að dagskránni.

Aðalskipuleggjendur viðburðanna eru Ástráður Eysteinsson prófessor og rithöfundurinn Sjón og eru þessir viðburðir í óbeinu framhaldi af alþjóðlegri eyjabókmenntaráðstefnu sem haldin var í Færeyjum fyrir tveimur árum.

Í þessari heimsókn er lögð áhersla á tengsl Bretlandseyja og Íslands, og þá einkum á Ísland og norðrið sem viðfangsefni og áfangastað Bretlandseyjaskálda, bæði valinkunnra skálda á fyrri tíð s.s. William Morris, W.H. Auden, Louis MacNeice og Seamus Heaney og gestanna þriggja sem eru þekktustu ljóðskáldum samtímans á Bretlandseyjum og er þeim boðið til landsins af þessu tilefni. Þetta eru ensku skáldin Lavinia Greenlaw og Simon Armitage og írska skáldið Paul Muldoon, en öll eru þau jafnframt kennarar í ritlist við virta háskóla.

Letters to Iceland – gestir á norðurslóðum

Föstudagur 21. júní kl. 16 – Veröld, hús Vigdísar

Málþing þar sem tengsl Bretlandseyja og Íslands í gegnum skáldskap verða rædd og ferðir Bretlandseyjaskálda norður á bóginn fyrr og síðar. Málþingið verður þríþætt, Sveinn Yngvi Egilsson ræðir við hið nýja lárviðarskáld Bretlands, Simon Armitage, um ljóð þess síðarnefnda en einnig um Íslandstengsl Audens og MacNeice og skáldskap sem af þeim tengslum spratt; Kristín Svava Tómasdóttir ræðir við Lavinu Greenlaw um ljóðlist hennar og um tengsl Williams Morris við Ísland, og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson ræðir við Paul Muldoon um norðursýn hans og landa hans, Nóbelsskáldsins Seamus Heaney.

Letters to Iceland – Útgáfa og upplestur

Laugardagur 22. júní kl. 15 – Norræna húsið

Upplestur og spjall í tilefni útgáfu ljóðakversins Bréf til Íslands / Letters to Iceland sem Dimma gefur út í tilefni komu skáldanna hingað.
Ljóðabækurnar eru tvímála og er hver bók tileinkuð einu skáldi. Skáldin og íslenskir þýðendur þeirra ræða ljóðin og lesa upp. Spjallað verður um ljóðin og gestir hvattir til að taka þátt í umræðunum. Skáldið Sjón stýrir viðburðinum.

Bækurnar koma saman undir heitinu Bréf til Íslands / Letters to Iceland, hver og ein ber sér heiti: Paul Muldoon: Sjö ljóð. Sjón íslenskaði.

Lavinia Greenlaw: Kennsl. Magnús Sigurðson íslenskaði

Simon Armitage: Þaðan sem við horfum. Sigurbjörg Þrastardóttir íslenskaði.

Nánar um útgáfuna, Sigurbjargar Þrastardóttur þýddi ljóð Simons Armitage; Magnús Sigurðsson þýddi ljóð Laviniu Greenlaw og Sjón íslenskaði nokkur ný og áður óbirt ljóð eftir Paul Muldoon. Ritstjórar eru Aðalsteini Ásberg Sigurðssyni og Ástráður Eysteinsson og bókaútgáfan Dimma gefur ljóðabækurnar út.

Það er einstakur heiður að fá til landsins nýkrýnt lárviðarskáld Breta, Simon Armitage, ásamt þekktustu samtímaskáldum Breta þeim Laviniu Grennlaw og Paul Muldoon til að ræða tengsl sín við norðrið og er þetta viðburðir sem bókmenntaáhugafólk á ekki að láta framhjá sér fara.

UM SKÁLDIN:

PAUL MULDOON

Paul Muldoon er eitt virtasta skáld á enska tungu í dag. Hann fæddist á Norður-Írlandi árið 1951 og hóf feril sinn 1971 sem ungskáld undir verndarvæng Seamusar Heaneys. Síðan þá hefur hann gefið út fjölda ljóðabóka og þýðinga. Meðal fjölmargra verðlauna sem hann hefur hlotið fyrir verk sín eru Pulitzer verðlaunin sem hann fékk fyrir ljóðabókina Moy, Sand and Gravel árið 2003. Í ljóðum sínum fléttar Paul Muldoon saman tilvísunum úr fornum skáldskap og nýjum og oftar en ekki eru þær í íslenskar miðaldabókmenntir.

Paul Muldoon er Princeton Chair of Poetry.

LAVINIA GREENLAW

Lavinia Greenlaw, sem fæddist árið í London árið 1962, er lykilskáld í hópi enskra skálda sem ung stigu fram á sjónarsviðið á 9. áratugnum. Þótt hún sé helst þekkt sem ljóðskáld hefur Lavinia gefið út skáldsögur, skrifað líbrettó, hljóðverk og útvarpsleikrit. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og tvisvar verið tilnefnd til T.S. Eliot verðlaunanna. Í mörgum ljóða sinna lítur Lavinia í norður og í bókinni Questions of Travels skrifast hún á við brot sem hún valdi úr dagbókum Williams Morris úr Íslandsför hans.

Lavinia Greenlaw er prófessor í ritlist við Royal Holloway háskólann í London.

Mynd: Paul Wolfgang Webster

SIMON ARMITAGE

Simon Armitage er nýkrýnt lárviðarskáld Bretlands. Hann fæddist 1963 í Huddersfield og starfaði sem skilorðsfulltrúi fyrir unga afbrotamenn þar til hann sneri sér alfarið að skáldskap um miðjan 10. áratuginn. Simon er ljóðskáld, ferðabókahöfundur og þýðandi Ódysseifskviðu og forns ensks skáldskapar á nútímamál. Árið 1994 fetaði hann í fótspor W.H. Audens og Louis MacNeice ásamt Glyn Maxwell og svöruðu þeir bókinni Letters from Iceland með sinni eigin Moon Country. Simon hefur hlotið fjölmörg verðlaun sem veitt eru fyrir skáldskap í hinum enskumælandi heimi.

Simon Armatage var Oxford Chair of Poetry frá árinu 2015 þar til í vor.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Friðgeir kokkar fyrir stórstjörnurnar: Stal eiturlyfjum fyrir Nick Cave – „Ég var agaleg fyllibytta“

Friðgeir kokkar fyrir stórstjörnurnar: Stal eiturlyfjum fyrir Nick Cave – „Ég var agaleg fyllibytta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk auglýsing vekur athygli: „Þetta drap eitthvað inn í mér“

Íslensk auglýsing vekur athygli: „Þetta drap eitthvað inn í mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manndómsraun þjóðar – Hörmungarnar í Vestmannaeyjum: „Mitt hús fer í eldinn í nótt”

Manndómsraun þjóðar – Hörmungarnar í Vestmannaeyjum: „Mitt hús fer í eldinn í nótt”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fullur í 25 ár – Lifði af skotárás: „Það var enga leið að fara nema upp eða í gröfina“

Fullur í 25 ár – Lifði af skotárás: „Það var enga leið að fara nema upp eða í gröfina“