fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Hún vildi bara hina fullkomnu matarmynd

Fókus
Miðvikudaginn 12. júní 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alicia Jessop, prófessor við Pepperdine University í Kaliforníu í Bandaríkjunum, hafði lengi dreymt um að heimsækja New England á norðausturhorni Bandaríkjanna.

Hún lét verða af því á dögunum og á föstudag fór hún í skoðunarferð við ströndina þar sem hún skoðaði meðal annars gamlan vita. Hún keypti sér líka gómsæta humarsamloku og hugðist taka hina fullkomnu matarmynd – rétt eins og Instagram-stjörnurnar gera.

Í samtali við AP-fréttastofuna segir Alicia að hún hafi verið með höndina útrétta meðan hún stillti myndavélina á símanum. Það tók hana um tuttugu sekúndur. Það sem Alicia vissi ekki var að máfur sem var á sveimi fyrir ofan hana hafði komið auga á samlokuna og hugsaði sér gott til glóðarinnar.

Á sama augnabliki og Alicia smellti af kom máfurinn aðvífandi og tók góðan bita af samlokunni.

Það er skemmst frá því að segja að Alicia leyfði máfinum – og „vinum hans“ eins og hún orðar það – að borða samlokuna. Alicia birti myndina á Twitter og er óhætt að segja að hún hafi vakið mikla lukku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart