fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Bíómyndin sem er að gera allt vitlaust: Fólk stóð upp og gekk út af frumsýningunni

Fókus
Þriðjudaginn 11. júní 2019 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin The Nightingale er væntanleg í kvikmyndahús víða, en umrædd mynd var sýnd á kvikmyndahátíð í Sydney í Ástralíu um helgina þar sem hann fékk blendin viðbrögð.

Myndin gerist árið 1825 og segir frá ungri írskri konu, Clare að nafni, sem búsett er á Tasmaníu undan ströndum Ástralíu. Til að gera langa sögu stutta er Clare í hefndarhug vegna bresks manns sem búsettur er á eyjunni, en sá beitti Clare og aðra úr fjölskyldu hennar skelfilegu ofbeldi.

Það er Jennifer Kent sem leikstýrir myndinni en hún er einna best þekkt fyrir að hafa leikstýrt hryllingsmyndinni The Babadook sem kom út árið 2014. Sú mynd hlaut einróma lof gagnrýnenda og er að margra mati ein besta hryllingsmynd síðustu ára.

En viðfangsefni The Nightingale er annars konar hryllingur en í The Babadook, ef svo má að orði komast. Gróf ofbeldisatriði, nauðganir til að mynda, hafa helst farið fyrir brjóstið á áhorfendum. Í frétt News.com. au kemur fram að margir hafi fengið nóg á frumsýningunni um helgina og gengið út.

Jennifer hefur svarað þessari gagnrýni á þá leið að ofbeldi sé ekki viðfangsefni eða rauði þráður myndarinnar. Myndin varpi þó ákveðnu ljósi á ofbeldið sem viðgekkst á nýlendutímanum, þá sérstaklega í garð innfæddra. Skilaboðin sem myndin sendir séu hins vegar skilaboð um von og ást á erfiðum tímum.

Myndin hefur hlotið ágætis dóma hjá gagnrýnendum. Þannig gefur gagnrýnandi Variety myndinni einkunnina 9 af 10 mögulegum. Það sama gerir gagnrýnandi Los Angeles Times. Gagnrýnendur The Guardian og The Hollywood Reporter eru ekki jafn hrifnir og gefa myndinni einkunnina 6 af 10.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“