fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Bíómyndin sem er að gera allt vitlaust: Fólk stóð upp og gekk út af frumsýningunni

Fókus
Þriðjudaginn 11. júní 2019 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin The Nightingale er væntanleg í kvikmyndahús víða, en umrædd mynd var sýnd á kvikmyndahátíð í Sydney í Ástralíu um helgina þar sem hann fékk blendin viðbrögð.

Myndin gerist árið 1825 og segir frá ungri írskri konu, Clare að nafni, sem búsett er á Tasmaníu undan ströndum Ástralíu. Til að gera langa sögu stutta er Clare í hefndarhug vegna bresks manns sem búsettur er á eyjunni, en sá beitti Clare og aðra úr fjölskyldu hennar skelfilegu ofbeldi.

Það er Jennifer Kent sem leikstýrir myndinni en hún er einna best þekkt fyrir að hafa leikstýrt hryllingsmyndinni The Babadook sem kom út árið 2014. Sú mynd hlaut einróma lof gagnrýnenda og er að margra mati ein besta hryllingsmynd síðustu ára.

En viðfangsefni The Nightingale er annars konar hryllingur en í The Babadook, ef svo má að orði komast. Gróf ofbeldisatriði, nauðganir til að mynda, hafa helst farið fyrir brjóstið á áhorfendum. Í frétt News.com. au kemur fram að margir hafi fengið nóg á frumsýningunni um helgina og gengið út.

Jennifer hefur svarað þessari gagnrýni á þá leið að ofbeldi sé ekki viðfangsefni eða rauði þráður myndarinnar. Myndin varpi þó ákveðnu ljósi á ofbeldið sem viðgekkst á nýlendutímanum, þá sérstaklega í garð innfæddra. Skilaboðin sem myndin sendir séu hins vegar skilaboð um von og ást á erfiðum tímum.

Myndin hefur hlotið ágætis dóma hjá gagnrýnendum. Þannig gefur gagnrýnandi Variety myndinni einkunnina 9 af 10 mögulegum. Það sama gerir gagnrýnandi Los Angeles Times. Gagnrýnendur The Guardian og The Hollywood Reporter eru ekki jafn hrifnir og gefa myndinni einkunnina 6 af 10.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Góð ráð fyrir hlaupara: „Það sem okkur finnst vera rólegt er eiginlega alltaf aðeins of hratt“

Góð ráð fyrir hlaupara: „Það sem okkur finnst vera rólegt er eiginlega alltaf aðeins of hratt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Rapparinn og stjörnutálgarinn

Lítt þekkt ættartengsl: Rapparinn og stjörnutálgarinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gísli Örn tekst á við nýja áskorun: „Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður“

Gísli Örn tekst á við nýja áskorun: „Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Örnu Ýrar og Vignis fædd – „Erum yfir okkur ástfangin“

Dóttir Örnu Ýrar og Vignis fædd – „Erum yfir okkur ástfangin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rapparinn Drengur: Erfiðast að grafa bróður minn

Rapparinn Drengur: Erfiðast að grafa bróður minn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þúsundir krefjast þess að Netflix hætti að sýna þessa þætti

Þúsundir krefjast þess að Netflix hætti að sýna þessa þætti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lilja hlaut Blóðdropann 2019: „Svik standa upp úr á sterku ári“

Lilja hlaut Blóðdropann 2019: „Svik standa upp úr á sterku ári“