fbpx
Föstudagur 03.júlí 2020
Fókus

Systurnar fá á baukinn út af þessari mynd: „Hvað kom fyrir andlitin ykkar?“

Fókus
Mánudaginn 10. júní 2019 19:30

Khloé og Kylie. Eða hvað?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Systurnar Kylie Jenner og Khloé Kardashian hafa tekið höndum saman enn á ný við gerð nýrra snyrtivara sem ganga undir nafninu Koko by Kylie Cosmetics.

Kylie og Khloé fóru að sjálfsögðu í myndatöku til að geta boðið upp á fallega kynningarmyndir fyrir snyrtivörulínuna, en aðdáendur stjarnanna á Instagram eru ekki par sáttir við hve mikið er búið að breyta myndinni. Telja einhverjir að gengið hafi verið of langt í fegrun á myndinni með hjálp Photoshop.

„Hvað kom fyrir andlitin ykkar? Þið hafið svo sannarlega horfið…svo sorglegt,“ skrifar einn aðdáandi við myndina og fleiri taka í sama streng – telja systurnar óþekkjanlegar:

„Ég fattaði ekki einu sinni að þetta væri Khloé og Kylie.“

„Þessi mynd er allt nema Kylie og Khloé.“

„Skrýtið. Þið lítið allt öðruvísi út í sjónvarpinu en á myndum.“

„Fótósjopp dauðans. Þið eruð of glæsilegar til að gera slíkt.“

Vert er að hafa í huga að flestar myndir á internetinu eru fótósjoppaðar af einhverju leiti. Myndina sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan og dæmi nú hver fyrir sig hvort gengið hafi verið of langt:

 

View this post on Instagram

 

Round 3 ✨ JUNE 14th

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Fær grófar morðhótanir

Fær grófar morðhótanir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

YouTube-stjarna ferðast um Ísland á húsbíl

YouTube-stjarna ferðast um Ísland á húsbíl
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram: „Erfitt að vera Kim Kardashian fjölskyldunnar“

Vikan á Instagram: „Erfitt að vera Kim Kardashian fjölskyldunnar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Jói Haukur um Eurovision-myndina – „Þetta er meistaraverk“

Jói Haukur um Eurovision-myndina – „Þetta er meistaraverk“
Fókus
Fyrir 1 viku

Íslenskur hundur bræðir hugi og hjörtu netverja

Íslenskur hundur bræðir hugi og hjörtu netverja
Fókus
Fyrir 1 viku

Íslendingar á leið í sólina – „Alltaf ákveðinn hópur sem gefur ekkert eftir til að komast í góðann hita“

Íslendingar á leið í sólina – „Alltaf ákveðinn hópur sem gefur ekkert eftir til að komast í góðann hita“
Fókus
Fyrir 1 viku

Atli Þór fer úr Þjóðleikhúsinu í eigin rekstur – „ég er brúklegur sölumaður“

Atli Þór fer úr Þjóðleikhúsinu í eigin rekstur – „ég er brúklegur sölumaður“