fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Sólborg: Besta ákvörðunin var að hætta að drekka

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 4. maí 2019 09:00

Mynd: Dv/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólborg Guðbrandsdóttir er tuttugu og tveggja ára tónlistarkona og fyrirlesari sem hefur þrátt fyrir ungan aldur náð gríðarlegum árangri í baráttunni gegn kynferðisofbeldi.

Sólborg, sem ólst upp í Keflavík þar sem hún býr enn, hefur vakið mikla athygli á samfélags- og fréttamiðlum landsins undanfarið ár ásamt því að hafa tekið þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins starfaði Sólborg með Áttunni.

Fyrir rúmlega tveimur árum tók Sólborg þá ákvörðun að hætta að drekka áfengi og segir hún það bestu ákvörðun sem hún hafi tekið.

Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu þar sem hún ræðir meðal annars um áfengisneysluna.

„Ég drakk síðast þann 12. nóvember 2016, þá var ég að halda upp á tvítugsafmælið mitt á Center, sem er skemmtistaður í Keflavík. Ég var búin að ákveða það fyrirfram að ég ætlaði að taka mér pásu eftir afmælið fram að áramótum. En svo varð sú pása bara að tveimur og hálfu ári. Þegar það komu áramót þá hugsaði ég með mér að taka einn mánuð í viðbót, svo ákvað ég að taka hálft ár. Eftir að ég hafði ekki drukkið í hált ár þá leið mér miklu betur, svo ég ákvað bara að 12. nóvember hefði verið síðasti dagurinn sem ég smakkaði áfengi í mínu lífi og ég sé ekki eftir því, þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið.“

Aðspurð að því hvers vegna hún tók þessa ákvörðun segist Sólborg hafa átt í vandræðum með drykkju sína, en spyr á móti:

„Hvernig er það ekki vandamál að drekka í sig deyfandi vökva. Mér finnst áhugavert að spurningin sé; af hverju drekkur þú ekki, í staðinn fyrir; af hverju drekkur þú? Við gerum þetta flest. Það er frávikið að vera sá sem ekki drekkur. En jú, þetta var algjörlega vandamál hjá mér, ég drakk til þess að reyna að líða betur og til þess að vera sjálfsöruggari. Þetta var auðveldur flótti frá daglegu lífi. Áfengi færði mér bara eitthvert bull, ég drakk til þess að deyfa tilfinningar mínar og flýja vandamál mín, eins og ég veit að mjög margir gera. Mér finnst áfengi rosalega normaliserað í samfélagi okkar og auðvitað er allt í lagi að fólk geri nákvæmlega það sem það vill, en fyrir mitt leyti, þá vil ég ekki drekka eitur til þess að reyna að líða betur í stuttan tíma, því að það gerir einmitt bara það. Lætur manni líða betur í styttri tíma og svo kemur þetta allt margfalt til baka. En eftir að ég hætti að drekka þá hafa markmið mín verið að rætast og ég er fókuseruð, ég hef meiri tíma fyrir sjálfa mig og ég er aldrei með eitthvert samviskubit eftir djamm. Í staðinn hef ég verið að vinna í sjálfri mér og í dag líður mér vel í eigin skinni. Ég er farin að gera hluti sem ég þorði ekki áður. Svo er mikið um alkóhólisma í ættinni minni en pabbi hefur verið edrú í 38 ár og stóri bróðir minn mun fljótlega fagna stórum áfanga, svo þetta er í kringum mig. Ég hætti alveg á meðan ég átti tiltölulega auðvelt með það.“

Sólborg segist hvorki hafa upplifað fordóma né skilningsleysi þegar hún hætti að drekka, heldur þvert á móti hafi fólk talið þetta góða ákvörðun og spurði hana gjarnan hvernig hún fór að.

„Fólk kom kannski til mín og hrósaði mér fyrir og sagði mér svo hvað það væri til í að hætta að drekka, en það væri bara alltaf eitthvað að fara að gerast, afmæli næstu helgi og þess háttar. En það er alveg nóg að gera hjá mér líka, ég geri það bara edrú. Við getum endalaust fundið afsakanir fyrir því að drekka, en við getum líka alveg fundið ástæður til þess að drekka ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar