fbpx
Laugardagur 24.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fókus

„Þessi ákvörðun sem ég tók í skyndi fyrir fjórum árum reyndist einstakt gæfuspor í mínu lífi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 26. maí 2019 19:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Guðmundsson, grínisti, hefur nú skreytt sig nýrri fjöður. Hann er nú búinn að klára bakkalárnám í sálfræði. Hann deildi þessum gleðitíðindum á Facebook og greindi frá því að upphaflega hafi það verið skyndiákvörðun að skrá sig í Háskólann en það hafi reynst einstakt gæfuspor.

„Ég tók þessa selfie fyrir framan Háskólann fyrir fjórum árum og sagði frá því að hefði innritað mig í sálfræðinám. Eins og sjá má af svipnum þá vissi ég lítið hvað ég var að gera eða hvort mér tækist að halda út einn einasta tíma, hvað þá meira. Nú fjórum árum seinna hef ég lokið BS námi í sálfræði. Þessi ákvörðun sem ég tók í skyndi fyrir fjórum árum reyndist einstakt gæfuspor í mínu lífi.“

Ekki lýkur gleðitíðindunum þar heldur greinir hann jafnframt frá nýju spennandi verkefni sem hann tekst við næsta haust.

„Sálfræðinámið hefur verið ótrúlega krefjandi en alltaf skemmtilegt. Og ævintýrið heldur áfram vegna þess að mér stendur til boða að hefja nám í klínískri sálfræði við Háskóla Íslands næsta haust sem ég mun að sjálfsögðu þiggja. Það er mikil áskorun og heiður.

Þorsteinn er þó meðvitaður um að enginn er eyland og kann hann aðstandendum sínum sínar bestu þakkir fyrir stuðning og hvatningu á meðan á náminu stóð. Mun hann verðlauna aðstandendur sína fyrir með sérstökum fjölskylduafslætti þegar hann er kominn með réttindi sem klínískur sálfræðingur.

Takk fyrir allan stuðninginn og hvatninguna, ég hefði aldrei getað þetta nema vegna þess að ég á svo marga góða vini að baki, frábæra fjölskyldu og eiginkonu. Takk Beta. Þið getið pantað tíma eftir 2 ár hjá mér (fáið 15% afslátt). Njótið ykkar í sumar 

DV óskar Þorsteini innilega til hamingju með áfangann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjublað DV: Það er ekki gó fyrr en Bó segir gó

Tekjublað DV: Það er ekki gó fyrr en Bó segir gó
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg breyting á Thelmu: 74 kíló farin á 18 mánuðum – Svona fór hún að því

Ótrúleg breyting á Thelmu: 74 kíló farin á 18 mánuðum – Svona fór hún að því
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bíókóngur Íslands með margar milljónir á mánuði

Bíókóngur Íslands með margar milljónir á mánuði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eurovision-ævintýrið búið hjá Ara – Á varla fyrir skólabókunum

Eurovision-ævintýrið búið hjá Ara – Á varla fyrir skólabókunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hleypur með ólæknandi krabbamein

Hleypur með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Donna var sagt að hann ætti þrjá mánuði ólifaða – Var 55 kíló og sjónin var að hverfa

Donna var sagt að hann ætti þrjá mánuði ólifaða – Var 55 kíló og sjónin var að hverfa