fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Kolbeinn og Daníel tjá sig um loftlagsverkfallið – „Þau létu okkur líta út eins og hálfvita, hræsnara og aumingja“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 25. maí 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sprite Zero Klan hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri, en hljómsveitin hélt uppi stemmingunni á loftlagsverkfalli sem fram fór um hádegisleytið í gær. DV náði viðtali við Daníel og Kolbein, meðlimi hljómsveitarinnar, sem tjáðu sig um mótmælin

Kolbeinn segir: „Það var mjög mikið um unga krakka, þetta er auðvitað baráttan um framtíð þeirra. Við erum 20 og 21 árs gamlir en flestir sem mættu voru enn yngri, vegna þess að loftslagsbreytingarnar munu bitna á þeim og í rauninni okkur öllum.“

Vilja að fólk vakni

„Dagurinn í dag er nefnilega mjög merkilegur, þetta gæti bara verið í eitt af síðustu skiptunum sem við sjáum svona dag, því allt í einu verður þetta komið í allar öfgar, annað hvort verður alltof heitt eða alltof kalt. Þetta er tilvalinn dagur til að taka smá sjálfsrýni og bæta sig,“ segir Kolbeinn og Daníel bætir við: „Við verðum að vakna og halda okkur vakandi og taka ábyrgð, því þá fyrst getum við haft alvöru áhrif.“

Daníel og Kolbeinn hafa sjálfir gert breytingar á sínum lífsstíl til að bregðast við loftslagsmálum og stuðla að bættu umhverfi. „Við leggjum hönd á plóg, við höfum minnkað keyrslu, tökum meira strætó og erum líka að minnka kjötneyslu, annar okkar orðin grænmetisæta enn hinn hættur að fá sér kjöt á pítsu og fær sér vegan borgara.“

Vilja sniðganga American Bar

Eftir mótmælin segjast Kolbeinn og Daníel hafa beðið um vatn að drekka frá American Bar og þá fengið afhent fjögur plastglös, sem drengjunum fannst skjóta afar skökku við svona beint í kjölfar loftslagsmótmæla.

„Við viljum „boycotta“ American Bar, þetta eru skilaboð frá okkur, leggja hann niður! Þegar tvær manneskjur biðja um vatn eiga þær ekki að fá fjögur plastglös. Þetta var fimm mínútum eftir mótmælin og þau létu okkur líta út eins og hálfvita, hræsnara og aumingja með plastglös eftir umhverfismótmæli.“

Drengirnir tjáðu sig líka um virkjanamál, segjast ekki hafa tekið afstöðu í stóra orkupakkamálinu en þó taka skýra afstöðu gegn virkjunum og umhverfisspjöllum. „Við vitum ekkert um þriðja orkupakkann en ef þetta felur í sér að virkja meira þá vil ég hann burt,“ segir Kolbeinn og Daníel bætir við: „Ef það á að virkja Álafoss og sprengja Esjuna, þá tek ég ekki þátt í því!“

Mikið að gera hjá hljómsveitinni

Sprite Zero Klan kemur fram á ýmsum stöðum í sumar, til dæmis á hátíðinni Secret Solstice, Kótelettunni, á Garðtónleikunum vol. 2 og sjálfri Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum

„Menn hafa talað um að við séum svona að koma í kjölfar Mozart. Við erum samt í alvörunni búnir að vera mjög duglegir að gera músík og fara ótroðnar slóðir,“ segir Kolbeinn.

Hér að neðan má sjá myndband sveitarinnar við lagið Gúd Væbs Ónlý:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Nýtt æði á samfélagsmiðlum: Davíð Oddsson er gömul kona – Gísli Marteinn er furðufugl og lúði

Nýtt æði á samfélagsmiðlum: Davíð Oddsson er gömul kona – Gísli Marteinn er furðufugl og lúði
Fókus
Í gær

Dóri DNA sviptir hulunni af gríni Önnu Svövu – Þetta sagði hún um Reykjavíkurdætur

Dóri DNA sviptir hulunni af gríni Önnu Svövu – Þetta sagði hún um Reykjavíkurdætur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Annað kynferðisbrotamál Spacey fellt niður – Ákærandinn bráðkvaddur

Annað kynferðisbrotamál Spacey fellt niður – Ákærandinn bráðkvaddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp þegar Hannes Hólmsteinn bað um teiknað klám á netinu – „Hversu mikið myndi það kosta?“

Rifjar upp þegar Hannes Hólmsteinn bað um teiknað klám á netinu – „Hversu mikið myndi það kosta?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haraldur Reynisson látinn

Haraldur Reynisson látinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dorrit blikkaði ekki þegar hún gekk fram á nakið par í Hyde Park

Dorrit blikkaði ekki þegar hún gekk fram á nakið par í Hyde Park