fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Dagar fallega fólksins eru liðnir

Fókus
Laugardaginn 25. maí 2019 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmaðurinn Árni Björn Helgason upplýsti það í útvarpsþættinum Bítið í gær að breska umboðsfyrirtækið Spotlight Casting leiti nú að fimm Íslendingum til þess að fara með hlutverk í kvikmynd sem hann lýsir sem söngvakeppnismynd. Árni var þögull sem gröfin þegar hann var spurður hvort um væri að ræða Eurovision-myndina með Will Ferrell en umboðsmaðurinn útilokar það þó ekki. Sú mynd er um þessar mundir í miðjum tökum og fóru þær að hluta til fram í Tel Aviv í Ísrael í kringum lokakeppni Eurovision nú á dögunum.

Sjá einnig: Will Ferrell leikur íslenskan söngvara í Eurovision

Árni rekur umboðsskrifstofuna Creative Artists Iceland, CAI, og eru skjólstæðingar hans margir af þekktustu leikurum Íslands, svo sem Jóhannes Haukur Jóhannesson, Saga Garðarsdóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Þá er hann einnig umboðsmaður flestra þekktustu áhrifavalda landsins, svo sem Sólrúnar Diego og Guðrúnar Veigu. Árni stofnaði CAI fyrir nokkrum árum og bjó að reynslunni sem hann hafði viðað að sér hjá framleiðslufyrirtækinu Sagafilm, þar sem hann aðstoðaði til að mynda við framleiðslu á stórmyndinni Interstellar. Hann segir fagið hafa breyst gríðarlega á undanförnum árum. „Það eru þrjú ár síðan fólk fór að átta sig á mikilvægi umboðsmanna, en það er út af mönnum sem hafa rutt veginn fyrir alla hina. Menn eins og Ólafur Darri og allir þeir sem hafa gert það gott úti.“

Árni segir umsóknarferlið vera stíft í bransanum, þá ekki síður í leiklist. „Ef þú ert ekki með „headshot‘ið“ þitt í lit, í réttri stærð og ert ekki með með þitt á hreinu, þá ertu ekki neitt. Þá skoðum við næsta einstakling,“ segir Árni, sem sjálfur er með rúmlega 100 skjólstæðinga. „Ég tek bara að mér x mikið af fólki og það er ekkert til hjá mér sem heitir að vera á lista. Hjá mér er ég að vinna miklu nánara með fólki.“

Fólk vill ekki tengja sig við súpermódel

Segir Árni bransann ganga þannig fyrir sig að ef leikarar eru ekki með fullkomið vald á bandarískum hreim, þá eru þeir yfirleitt settir í hlutverk Evrópubúa eða jafnvel Rússa. „Ef við segjum að það séu hundrað hlutverk í boði. Ef þú ert ekki með þetta sem kallast „natural American“, þá ertu bara að leika Rússa eða eitthvað svoleiðis,“ segir Árni. Þess má geta að Ingvar E. Sigurðsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson hafa áður verið áberandi í hlutverkum Rússa. Ingvar lék á móti Harrison Ford í spennumyndinni K-19: The Widowmaker og Jóhannes lék í Atomic Blonde á móti Charlize Theron.

Segir Árni það jafnframt verða algengara og algengilegra að fólk sem er hversdagslegra í útliti sé farið að tröllríða sjónvarpsþáttum, að það skipti máli að búa til tækifæri fyrir fólk sem flokkast ekki undir „fallega og sæta fólkið“. Aldur skiptir heldur engu máli. „Þetta er ekki lengur spurning um að vera gamall eða gráhærður, því það þarf líka svoleiðis fólk í alls konar hlutverk.“

„Dagar svokallaðra „pretty boys“ eru liðnir, meðal annars út af Netflix. Þú vilt geta tengt þig við fólkið [á skjánum] og þú vilt ekki endilega tengja þig við einhver súpermódel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Haukur á von á tvíburum: „Nýorðinn miðaldra, of þungur og að verða gráhærður“

Haukur á von á tvíburum: „Nýorðinn miðaldra, of þungur og að verða gráhærður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guardian velur bestu bíómyndir 21. aldarinnar – Ertu sammála þessum lista?

Guardian velur bestu bíómyndir 21. aldarinnar – Ertu sammála þessum lista?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einlægur Corden tók Maher í gegn vegna fitusmánunar: Sjáðu myndbandið

Einlægur Corden tók Maher í gegn vegna fitusmánunar: Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram: „Ég vaknaði með harðsperrur í maganum“

Vikan á Instagram: „Ég vaknaði með harðsperrur í maganum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu myndir af rosalegu glæsihýsi Ólafs Arnalds á Balí

Sjáðu myndir af rosalegu glæsihýsi Ólafs Arnalds á Balí
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“