fbpx
Mánudagur 17.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Gagnrýnendur halda ekki vatni yfir nýjustu mynd Quentin Tarantino

Fókus
Miðvikudaginn 22. maí 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gagnrýnendur hafa lofað nýjustu mynd Quentin Tarantino í hástert og segja sumir þeirra að myndin sé sú besta úr hans smiðju síðan Pulp Fiction leit dagsins ljós árið 1994.

Myndin sem um ræðir heitir Once Upon a Time … in Hollywood og var hún frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi.

Í stuttu máli segir myndin frá sjónvarpsleikara sem má muna fífil sinn fegurri og staðgengil hans sem reyna að öðlast frægð í Hollywood árið 1969. Brad Pitt, Margot Robbie og Leonardo DiCaprio fara með aðalhlutverkin í myndinni sem verður frumsýnd hér á landi í ágústmánuði.

Brian Viner, gagnrýnandi Daily Mail, gefur myndinni fimm stjörnur og segir hann að myndin sé besta verk Tarantino frá því að Pulp Fiction kom út. „Fyrir mína parta verður meistaraverk Tarantino alltaf Pulp Fiction, en þessi er ekki langt á eftir,“ segir hann og hrósar Leonardo DiCaprio og Brad Pitt í hástert.

Gagnrýnandi The Guardian gefur myndinni einnig fimm stjörnur og það sama gerir gagnrýnandi Telegraph. Ljóst er að margir bíða spenntir eftir myndinni en samkvæmt vefsíðum kvikmyndahúsanna hér á landi verður myndin frumsýnd þann 7. ágúst næstomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði Freyr gefur út plötu – „Njótið lífsins og ekki taka hlutum of alvarlega“

Daði Freyr gefur út plötu – „Njótið lífsins og ekki taka hlutum of alvarlega“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Secret Solstice: Jonas Blue fyllir skarð ökklabrotins Martin Garrix

Secret Solstice: Jonas Blue fyllir skarð ökklabrotins Martin Garrix
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rikka byrjuð með íslenskum auðmanni – Sóla sig í Zürich

Rikka byrjuð með íslenskum auðmanni – Sóla sig í Zürich
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hlustaðu á Þjóðhátíðarlagið 2019 : „Mjög gott rasskinna eróbikk. Það munu allir raula með“ – Hvað finnst þér ?

Hlustaðu á Þjóðhátíðarlagið 2019 : „Mjög gott rasskinna eróbikk. Það munu allir raula með“ – Hvað finnst þér ?