fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Kit Harington: Gagnrýnendur Game of Thrones mega fokka sér

Fókus
Þriðjudaginn 21. maí 2019 13:00

Kit Harington.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vert er að vekja athygli á því að um miðbik greinarinnar er því ljóstrað upp hvað gerist í lokaþætti Game of Thrones. Þeir sem hafa ekki horft á þáttinn ættu því að lesa eitthvað annað en þessa grein.

Síðasti þáttur í lokaþáttaröð Game of Thrones var sýndur aðfaranótt mánudags og þar með lýkur stórum kafla í sjónvarpssögunni. Aðdáendur þáttanna eru þó ekki sáttir við hvernig þeirra eftirlætissería endaði og má nefna að meira en milljón manns hafa nú skrifað undir undirskriftalista þar sem þrýst er á framleiðendur þáttanna að endurgera seríuna.

Aðalleikari þáttanna, Kit Harington sem leikur Jon Snow, gefur hins vegar lítið fyrir gagnrýnisraddirnar.

„Ég held að það skipti engu máli hvað fólki finnst um þessa þáttaröð, og ég meina þetta ekki illa til gagnrýnenda, en gagnrýnendur mega fokka sér fyrir að eyða hálftíma í að skrifa um þessa þáttaröð og dæma hana á neikvæðan hátt,“ sagði leikarinn í viðtali við Esquire sem birt var í síðasta mánuði. „Því ég veit hve mikil vinna fór í þetta.“

Hann bætti við að þeir sem hafa unnið við þáttinn hafi eytt mörgum andvökunóttum í að hafa áhyggjur af því að bregast áhorfendum.

„Ef þetta veldur fólki vonbrigðum þá er mér drullusama því allir gerðu sitt besta. Þannig líður mér. Þegar öllu er á botninn hvolft eru ekki til meiri aðdáendur en við og við gerum þetta fyrir okkur sjálf,“ bætti hann við með vísan í aðstandendur þáttanna. „Það er það eina sem við getum gert og ég er glaður að við náðum að ljúka þessu.“

Það sem fer hér á eftir fjallar um söguþráð síðasta þáttar Game of Thrones, sem sýndur var aðfaranótt mánudags. Þeir sem hafa ekki horft á hann ættu því að hætta að lesa hér.
.

.

.

Hættu að lesa.

.

.

.

Hættu!

.

.

.
Jon Snow myrðir Daenerys, sem leikin er af Emiliu Clarke, í síðasta þættinum. Í viðtali við Entertainment Weekly, sem birt var eftir að lokaþátturinn fór í loftið, segir Kit að hann hafi búist við sterkum viðbrögðum við þættinum.

„Það er ekki bara hægt að segja að sterkar konur verði góðar manneskju. Dany er ekki góð manneskja. Þetta mun vekja umtal en það er ekkert gert í þessum þætti sem passar ekki við persónurnar. Og hvenær hafið þið séð konu leika einræðisherra?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Elly kveður: Synir Ellyjar fengu undirskrift móður sinnar að gjöf – „Ég er gífurlega þakklát fyrir að hafa verið treyst fyrir því að leika þessa mögnuðu konu“

Elly kveður: Synir Ellyjar fengu undirskrift móður sinnar að gjöf – „Ég er gífurlega þakklát fyrir að hafa verið treyst fyrir því að leika þessa mögnuðu konu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var orðin virkilega þunglynd og lömuð af kvíða“

„Ég var orðin virkilega þunglynd og lömuð af kvíða“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron opnar sína fyrstu myndlistarsýningu – „Maður á að fylgja hjartanu í listinni“

Aron opnar sína fyrstu myndlistarsýningu – „Maður á að fylgja hjartanu í listinni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Yfirheyrslan: Sandra Lárusdóttir – „Mér finnst gaman að pikka upp krónur á götunni og safna þeim“

Yfirheyrslan: Sandra Lárusdóttir – „Mér finnst gaman að pikka upp krónur á götunni og safna þeim“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frægustu ljóðskáld Breta heimsækja Ísland

Frægustu ljóðskáld Breta heimsækja Ísland
Fókus
Fyrir 5 dögum

Illuga blöskrar ákveðið atvik á Grímunni: „Meiri ömurlegur dónaskapur var þetta!“

Illuga blöskrar ákveðið atvik á Grímunni: „Meiri ömurlegur dónaskapur var þetta!“