fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Dóttir trommarans í Slipknot er látin – Síðasta myndin á Instagram var mikið fagnaðarefni

Fókus
Þriðjudaginn 21. maí 2019 08:00

Feðginin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabrielle Crahan, 22ja ára gömul dóttir Shawn Crahan, trommarans í Slipknot, lést síðasta laugardag. Trommarinn tilkynnti þetta á Instagram á sunnudag.

„Það er með brostið hjarta og frá dýpsta stað sársaukans að ég þarf að segja ykkur að yngsta dóttir mín, Gabrielle, lést í gær,“ skrifar Shawn, sem oft gengur undir listamannsnafninu Clown, við mynd af dóttur sinni heitinni.

Dánarorsök hefur ekki verið gerð opinber, en síðasta myndin sem Gabrielle deildi á Instagram táknaði vissulega mikinn fögnuð. Hún birti mynd af AA-merki sem táknaði fimm mánaða edrúafmæli, en hún deildi myndinni aðeins þremur dögum áður en hún lést.

 

View this post on Instagram

 

5 MONTHS ❤️

A post shared by Gabrielle Crahan (@crahang6) on

Gabrielle skilur eftir sig systurina Alexandriu og bræðurnar Gage og Simon, sem og móður sína, Chantel Crahan. Simon tjáði einnig sorg sína yfir systurmissinum á Instagram.

„Dagurinn í dag er sá erfiðasti í heimi. Ég er ringlaður, ég er reiður, ég er sorgmæddur og ég er bara virkilega, virkilega leiður,“ skrifar Simon. „Gabri, ég sakna þín svo mikið. Við vorum bestu vinir.“

Systir hennar Alexandria segir mikið skarð hafa myndast í fjölskyldunni við fráfall Gabrielle og biður fólk um að velta sér ekki upp úr andláti hennar, en nú þegar hafa miklar umræður farið fram á Reddit þar sem fólk veltir fyrir sér hvað dró þessa ungu konu til dauða.

Corey Taylor, söngvari Slipknot, vottar fjölskyldunni samúð sína á Twitter.

„Vinsamlegast hugsið vel um Crahan fjölskylduna og sendið henni ást. Hennar [Gabrielle] verður sárt saknað.“

Shawn er einn af stofnmeðlimum Slipknot, en sveitin var stofnuð árið 1993 og nýtur gríðarlegra vinsælda um heim allan. Hljómsveitin kom síðast fram á föstudaginn í þætti Jimmy Kimmel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Elly kveður: Synir Ellyjar fengu undirskrift móður sinnar að gjöf – „Ég er gífurlega þakklát fyrir að hafa verið treyst fyrir því að leika þessa mögnuðu konu“

Elly kveður: Synir Ellyjar fengu undirskrift móður sinnar að gjöf – „Ég er gífurlega þakklát fyrir að hafa verið treyst fyrir því að leika þessa mögnuðu konu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var orðin virkilega þunglynd og lömuð af kvíða“

„Ég var orðin virkilega þunglynd og lömuð af kvíða“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron opnar sína fyrstu myndlistarsýningu – „Maður á að fylgja hjartanu í listinni“

Aron opnar sína fyrstu myndlistarsýningu – „Maður á að fylgja hjartanu í listinni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Yfirheyrslan: Sandra Lárusdóttir – „Mér finnst gaman að pikka upp krónur á götunni og safna þeim“

Yfirheyrslan: Sandra Lárusdóttir – „Mér finnst gaman að pikka upp krónur á götunni og safna þeim“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frægustu ljóðskáld Breta heimsækja Ísland

Frægustu ljóðskáld Breta heimsækja Ísland
Fókus
Fyrir 5 dögum

Illuga blöskrar ákveðið atvik á Grímunni: „Meiri ömurlegur dónaskapur var þetta!“

Illuga blöskrar ákveðið atvik á Grímunni: „Meiri ömurlegur dónaskapur var þetta!“