fbpx
Mánudagur 23.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Yfirheyrslan – Eva Laufey Kjaran

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 18. maí 2019 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er Íslendingum að góðu kunn sem fjölmiðlakona, sjónvarpskokkur og vinsæll bloggari. Hún hefur meðal annars gefið út matreiðslubækurnar Matargleði Evu og Kökugleði Evu og stýrt þáttunum Ísskápastríði á Stöð 2. DV tók Evu Laufey í yfirheyrslu.

Hjúskaparstaða og börn?

Gift Haraldi Haraldssyni og við eigum tvær stelpur, Ingibjörgu Rósu (4) og Kristínu Rannveigu (1).

Fyrsta atvinnan?

Ég vann samhliða skólanum á elliheimili, sambýli og sem flugfreyja hjá Icelandair. Ég byrjaði svo hjá Stöð 2 árið 2013.

Skemmtilegast að gera?

Ég er mjög heppin að vinna við það sem mér þykir skemmtilegast; að elda góðan mat og hitta skemmtilegt fólk. Það skemmtilegasta sem ég geri þó er að verja tíma með stelpunum mínum og manninum mínum, þau eru kjarninn minn og ég elska að gera eitthvað skemmtilegt með þeim.

En leiðinlegast?

Ef ég á að vera alveg heiðarleg að þá finnst mér ekkert leiðinlegra en að brjóta saman þvott og ganga frá honum.

Trúir þú á drauga?

Ég get ekki beint sagt að ég trúi á drauga en ég trúi á góða anda og ég er handviss um að fólkið okkar sem er farið fylgist vel með okkur.

Besta ráð sem þú hefur fengið?

Að vera ég sjálf … hljómar undarlega, en í starfi mínu þá er auðvelt að detta í smá hlutverkagír og þess vegna er þetta besta ráðið sem ég hef fengið. Ég get ekki verið neitt annað en ég sjálf.

Mannkostir þínir?

Það er nú erfitt að segja, en ætli ég sé almennt góð við dýr og menn (þetta er of mikið sjálfshól fyrir mig).

En lestir?

Kannski of ákveðin stundum, bara stundum.

Fyrsti bíllinn?

Maðurinn minn hefur svolítið stjórnað þessum bílakaupum en fyrsti bíllinn okkar saman var Alfa Romeo fyrir rúmlega 12 árum.

Leiðinlegasta húsverkið?

Frágangur á þvotti, enn og aftur.

Uppáhaldseftirrétturinn?

Tíramisú.

Furðulegasti matur sem þú hefur smakkað?

Erfitt að segja, súrmatur er furðulegur og ætli það sé ekki bara furðulegasti matur sem ég hef smakkað.

Ertu A- eða B-manneskja?

Ég er A-manneskja.

Hver er fyrirmynd þín í lífinu?

Foreldrar mínir eru þar fremstir í flokki, en svo á ég margar góðar fyrirmyndir en ég datt í þann lukkupott að eiga marga góða að og svo hef ég unnið með framúrskarandi fólki úr öllum áttum sem ég læri mikið af.

Fyrsta minningin þín?

Ég man eftir mér í brúðkaupi hjá mömmu minni og pabba, ég var rúmlega tveggja ára og ég man eftir dúkkunni sem ég hélt á og brot úr deginum.

Ert þú góður söngvari?

Ég myndi segja það – hins vegar eru ekki margir sem taka undir það :D.

Hvað er mikilvægast í lífinu?

Að fylgja hjartanu og gera það sem mann langar. Lifa í núinu og njóta þess að verja tíma með fólkinu okkar, það er mikilvægast af öllu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einn kynþokkafyllsti piparsveinn landsins genginn út

Einn kynþokkafyllsti piparsveinn landsins genginn út
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi Reykjavíkurdóttir segir þeim til syndanna – „Kannski ætti að ræða það að RVKDTR ráku Trans konu“

Fyrrverandi Reykjavíkurdóttir segir þeim til syndanna – „Kannski ætti að ræða það að RVKDTR ráku Trans konu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tobba og Kalli orðin hjón – Draumabrúðkaup í villu á Ítalíu

Tobba og Kalli orðin hjón – Draumabrúðkaup í villu á Ítalíu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hugleikur Dagsson kveður Ísland: „Allt er miklu betra í útlöndum“

Hugleikur Dagsson kveður Ísland: „Allt er miklu betra í útlöndum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margir minnast Nonnabita: „Átti ekki séns“

Margir minnast Nonnabita: „Átti ekki séns“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snarpur en skrautlegur glæpaferill Jóns Jónssonar – Búðarhnupl og ofsaakstur

Snarpur en skrautlegur glæpaferill Jóns Jónssonar – Búðarhnupl og ofsaakstur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóra Júlía nakin í París

Dóra Júlía nakin í París
Fókus
Fyrir 4 dögum

Reykjarvíkurdóttur misbýður orðræðan: „Ég hef aldrei upplifað mig jafn valdalausa og niðurlægða“

Reykjarvíkurdóttur misbýður orðræðan: „Ég hef aldrei upplifað mig jafn valdalausa og niðurlægða“