fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Will Ferrell leikur íslenskan söngvara í Eurovision

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 17. maí 2019 20:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínarinn og framleiðandinn Will Ferrell fer með hlutverk Íslendings í kvikmyndinni Eurovision, en sú mynd – líkt og nafnið gefur til kynna – fjallar um söngvakeppnina stórvinsælu og herlegheitin í kringum hana.

Í myndinni leikur grínarinn íslenskan söngvara og á móti honum fer Rachel McAdams með hlutverk íslenskrar söngkonu. Gísli Marteinn Baldursson segir á Twitter að Ferrell hafi staðfest þetta á sviði Expo-hallarinnar í Tel Aviv skömmu áður en dómararennslið hófst.


Tökur á myndinni eru í fullum gangi þessa dagana í Ísrael og er engin tilviljun að Ferrell skjóti upp kollinum í beinni þetta árið, en hann var einnig áberandi á keppninni í Portúgal í fyrra.

Það eru risarnir hjá Netflix sem munu sjá um að framleiða myndina og verður þetta fyrsta samstarfsverkefni grínarans við streymiveituna. Ferrell skrifar handritið að myndinni ásamt Andrew Steele en þeir kumpánar hafa reglulega unnið saman síðan á dögum Ferrells hjá grínþættinum Saturday Night Live. Skrifuðu þeir einnig saman kvikmyndina Casa de mi Padre.

Leikstjórinn David Dobkin situr við stjórvölinn en hann á að baki kvikmyndirnar Wedding Crashers, Fred Klaus og Shanghai Knights, svo dæmi séu nefnd.

Eurovision er væntanleg á Netflix í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný Matrix-mynd á leiðinni?

Ný Matrix-mynd á leiðinni?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alexandra Briem varaborgarfulltrúi fer í andlitsaðgerð í dag: „Farin að hlakka rosalega mikið til“

Alexandra Briem varaborgarfulltrúi fer í andlitsaðgerð í dag: „Farin að hlakka rosalega mikið til“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Illskeytt innflutningsgjöf – Þórunn Antonía nýjasta fórnarlamb lúsmýs

Illskeytt innflutningsgjöf – Þórunn Antonía nýjasta fórnarlamb lúsmýs
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldunni brá þegar að Arnar skráði sig í maraþon: „Það var eins og ég væri að fara í fallhlífarstökk án fallhlífar“

Fjölskyldunni brá þegar að Arnar skráði sig í maraþon: „Það var eins og ég væri að fara í fallhlífarstökk án fallhlífar“