fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Tvö stjörnupör gifta sig á sama degi í sumar – Gestum mútað til að mæta

Fókus
Föstudaginn 17. maí 2019 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástin blómstrar svo sannarlega í sumar og fjölmargir sem skipuleggja nú brúðkaup. Meðal þeirra eru tvö stjörnupör sem bæði eru á kafi í tónlistarbransanum, annars vegar Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og hins vegar Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason. Vill svo skemmtilega til að pörin gifta sig sama dag. Karl segir frá því í Fréttablaðinu að það sé hart barist um brúðkaupsgesti.

„Svolítið fyndið, Salka Sól og Arnar eru einmitt að fara að gifta sig sama dag og við. Nú er er maður bara byrjaður að reyna að sannfæra sameiginlegu gestina með mútum svo þeir mæti frekar til okkar,“ segir hann í góðu gríni.

Í viðtali við Fréttablaðið segir Karl að hann sé á leiðinni í tíu daga ferð til Hong Kong með Vesturporti að sýna verkið Í hjarta Hróa hattar. Hann er tónlistarstjóri sýningarinnar og Salka Sól samdi alla tónlistina. Þau Salka og Arnar fara einmitt líka til Hong Kong í þessa sömu vinnuferð.

„Þau koma einmitt líka með til Hong Kong svo við verðum að halda samskiptunum góðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Guardian velur bestu bíómyndir 21. aldarinnar – Ertu sammála þessum lista?

Guardian velur bestu bíómyndir 21. aldarinnar – Ertu sammála þessum lista?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skorar á stjórnvöld með nýju verkefni

Skorar á stjórnvöld með nýju verkefni