fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Netverjar æfir yfir nýjum Batman – „Best geymdur í vampíru- og stelpumyndum“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 17. maí 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski leikarinn og tónlistarmaðurinn Robert Pattinson er orðaður við hlutverk Leðurblökumannsins í glænýrri kvikmynd samkvæmt nýjustu fréttum. Ekki er búið að ganga frá samningum en heimildir herma að hann sé líklegastur til þess að hreppa hlutverkið fræga.

Eins og gengur og gerist þegar tilkynntir eru kandídatar í svona stór hlutverk hafa margir hverjir á veraldarvefnum tjáð skoðun sína á málinu. Margir netverjar urðu æfir þegar Ben Affleck var fyrst tilkynntur árið 2013 sem nýr arftaki rullunnar og sagan endurtekur sig að þessu sinni.

Pattinson hefur annars farið yfir víðan völl á undanförnum árum, en sleppur aldrei undan því að vera tengdur við Twilight-seríuna umdeildu. Þar lék hann vampíruna Edward Cullen og leiddi hlutverkið til þess að hann varð að öðrum helmingi eins frægasta stjörnupars á síðustu árum, þegar hann fór að stinga saman nefjum við aðalleikkonu seríunnar, Kristen Stewart.

Í þessari glænýju Batman-mynd heldur leikstjórinn Matt Reeves um taumana, en hann hefur áður gert kvikmyndir á borð við Cloverfield, Let Me in og War for the Planet of the Apes. Upphaflega stóð til hjá Ben Affleck að endurtaka leikinn en hann hefur nú endanlega lagt hlutverkið á hilluna og kom þá ekki annað til greina en að finna nýjan arftaka. Einnig er talið að breski leikarinn Nicholas Hoult komi til greina, en hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Beast í X-Men myndunum, ásamt Warm Bodies og About a Boy.

„Hvaða BULL er þetta….“

Víða um heim keppast nú myndasögu- og kvikmyndaáhugamenn við að ýmist hæla eða rakka niður Pattinson sem mögulegan Batman. Í íslenska Facebook-hópnum Kvikmyndaáhugamenn eru heldur betur líflegar umræður í gangi og óhætt er að segja að skoðanir séu skiptar.

Hér má sjá brot úr ummælum þráðarins.

„Mér finnst hann best geymdur í vampíru- og stelpumyndum. En lítum á björtu hliðarnar. Hann hefði getað verð valinn sem næsti 007“

„Hvaða brandari er þetta…“

„Christian Bale er Batman. Allir aðrir sökka.“

„Hann er langt frá því að vera týpan…“

„Engan veginn sannfærandi að hann geti verið Batman, þarft að vera með smá kjöt á líkama og taka yfir 100 í bekk, of grannur. Batman á að vera þykkur töffari“

„Hvaða BULL er þetta….“

Ekki eru þó allir jafn svartsýnir…

„Er ég sá eini sem finnst þetta bara vera spennandi val. Hann hefur verið alveg að brillera undanfarið í indie-myndum og er frekar dökkur á brún eins og Batman á að vera. Á sama tíma er alltaf gaman að sjá leikara koma manni á óvart. Man enginn eftir Heath Ledger?“

„Þið ættuð að sjá hann í Good Time, hrikalega góður í þeirri mynd… hann getur leikið ekki spurning um það, þakið er frekar hátt fyrir hann… en held að hann muni massa þetta.“

„Hann er að fara að negla þetta. Sannið til.“

„Eftir Good Time er ég hrikalega spenntur að sjá hvað hann gerir.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki