fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Um 300 þúsund reiðir Game of Thrones aðdáendur fara fram á endurgerð áttundu þáttaraðar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 16. maí 2019 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 300 þúsund reiðir Game of Thrones aðdáendur fara fram á endurgerð áttundu þáttaraðar. Margir Game of Thrones aðdáendur eru ekki sáttir við nýjustu og jafnframt síðustu þáttaröðina. Nú hafa 294 þúsund manns skrifað undir beiðni að áttunda þáttaröðin verði endurgerð.

Beiðnin hvetur höfunda þáttanna, David Benioff og D.B. Weiss til að endurgera síðustu sex þættina. Þættirnir hafa klofið aðdáendahóp Game of Thrones.

ATHUGIÐ SPOILER FRAMUNDAN!!!

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Nýjasti þátturinn „The Bells“, er líklegast sá umdeildasti hingað til. En í honum ákveður Daenerys Targaryen að brenna King‘s Landing til kaldra kola. Ástæðan fyrir því að gjörðir hennar eru svona umdeildar er að í fyrstu sjö þáttaröðunum hefur Daenerys verið gerð að hetju sem brýtur hlekki þræla. Skyndilega er hún orðin að illmenni sem drepur almenna borgara og börn. Henni hefur verið breytt í „the Mad Queen.“

„David Benioff og D.B. Weiss hafa sannað að þeir eru óhæfir höfundar þegar þeir hafa engar heimildir til að styðja sig við (bækurnar),“ segir í beiðninni.

„Þessi sería á skilið loka þáttaröð sem meikar sens. Kollvarpið væntingum mínum og látið það gerast, HBO!“

Tæplega 300 þúsund manns hafa skrifað við beiðnina.

„Hún er sú sem hún er og það er Targaryen,“ sagði Benioff um Daenerys. „Hún hefur sagt það margoft í þáttunum: „Ég mun taka það sem er mitt með eldi og blóði.“ Og í þessum þætti, þá gerir hún það.“

Lokaþáttur Game of Thrones verður sýndur á sunnudagskvöldið á HBO. Eða réttara sagt fyrir okkur Íslendinga, aðfaranótt mánudags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“