fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Brynjar ranghvolfir augunum á Alþingi – Sjáðu myndirnar!

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 14. maí 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, mislíkaði eitthvað málflutningur þingmanns Pírata, Halldóru Mogensen, um kjaramál á Alþingi í gær. Þetta má lesa úr svipbrigðum hans á meðan á ræðu hennar stóð.

Halldóra tók til máls í sérstakri umræðu um kjaramál á Alþingi í gær. Þar sem hún gagnrýndi meðal annars sinnuleysi ríkisstjórnarinnar í kjaramálum, kynbundinn launamun og stöðu þeirra sem eru á lægstu laununum.

„Ef allur þingheimur yrði dreginn hér upp í pontu  og látinn svara spurningunni : „Vil þú tryggja vinnandi fólki kjör sem leyfir þeim að lifa með reisn?“ Væri svarið án efa hjá öllum okkar eindregið jákvætt. Loforð um mannsæmandi laun og aukna velmegun hljóma hér reglulega. En svo gerist næstum ekki neitt.“

Eitthvað virðist Brynjari hafa mislíkað það sem kom næst í ræðu Halldóru því á meðan hún sagði: „Sá fimmtungur þjóðarinnar sem minnst hefur milli handanna hefur ekkert grætt á hagvaxtaraukningu, kaupmáttaraukningu og öllum þeim fjöl mörgu meðaltölum sem mæla hagkerfi, en ekki hagsæld og hamingju,“ þá ranghvoldi Brynjar í sér augunum, með áberandi hætti. Halldóra lauk ræðu sinni á því að hvetja til þess að í stað þess að stara á hagvöxt og meðaltal launa verði meira horft til leiða til að bæta líðan landsmanna og auka hamingju. En því væri hægt á ná fram með aðgerðum á borð við að stytta vinnuvikuna. Rannsóknir hafi sýnt fram á að styttri vinnuvika auki hamingju, haldið fjölskyldum saman, aukið heilsu og haft jákvæð áhrif á umhverfið.

„Loforð ríkisstjórnarinnar um aukin jöfnuð hafa ekki skilað sér til þeirra sem bjuggu við fátækt og skort fyrir loforðið. Staða þeirra er óbreytt að mestu nema fyrir þær kjarabætur sem verkalýðshreyfingin hefur tryggt þeim með harðri kjarabaráttu sinni. […]. Stefnum ekki að sívaxandi hagvexti og að hækka sem allra mest meðaltal launa, stefnum að því að búa hér til  fjölskylduvænt samfélag sem setur lífshamingju og vellíðan landsmanna í fyrsta sæti.“

Blaðamaður Viðskiptablaðsins, Jóhann Óli Eiðsson, deildi svo þessu skemmtilega myndbroti á Twitters-síðu sinni af svipbrigðum Brynjars frá í gær.

Ranghvolfir augunum
Ætli hann sé að hugas „Skyldi ég sléttujárnið eftir í sambandi?“

Þingfundir eru ekki alltaf spennandi, kannski ekki nema von að hann geispi
Þá var Halldóra búin og næsti tekinn við.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart