fbpx
Mánudagur 22.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

„Billjóna dollara hugmynd seld til einnar stærstu lögfræðistofu Bretlands“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. maí 2019 16:00

Mynd: Dv/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íris Hervör Sveinsdóttir er nemandi á lokaári í lögfræði á Bifröst. Í apríl vann hún ásamt félögum sínum verðlaun í alþjóðlegri frumkvöðlakeppni í lögfræði og hafa þau þegar selt hugmynd sína til stærstu lögfræðistofu Bretlands og vinna að því að koma hugmyndinni á markað.

„Ég tók menntaskólann í Hraðbraut og þar var einn áfangi í lögfræði, sem ég lauk með 10 í einkunn. Þar sá ég að lögfræðin var klárlega eitthvað sem átti vel við mig og mig langaði að læra,“ segir Íris. Hún tók eitt og hálft ár í lögfræði í Háskóla Íslands, fór svo að læra lögfræði við Háskólann á Bifröst og lýkur eins og áður sagði BS-gráðu þaðan í sumar. „Ég er búin að taka námið í nokkrum bútum, þar sem ég eignaðist bæði börnin mín á námstímanum, Ágúst Breka, sem er 9 ára, og Ísabellu Jönu, sem er 5 ára.“

Draumastarfið væri starf tengt Evrópurétti eða öðru slíku og Íris sér því ekkert til fyrirstöðu að flytja út til vinnu með eiginmanninn, Inga Gunnar Ingason, og börnin. „Eftir að foreldrar mínir skildu þá flutti pabbi til Þýskalands og var ég því mikið þar hjá honum, ég tala þýskuna reiprennandi og er alveg tilbúin og óhrædd við að kynnast nýrri menningu og öðru, ég lít ekkert svo á að ég sé bara föst hér á Íslandi.“

Stefnir á frekara nám Íris ætlar að halda áfram námi og taka master í lögfræðinni

Ítarlegt umsóknarferli í alþjóðlega keppni

Keppnin sem Íris tók þátt í heitir Law Without Walls, eða lög án veggja, og er alþjóðleg keppni sem margir af virtustu háskólum heims taka þátt í, þar á meðal Harvard háskóli, Stanford háskóli, Peking háskóli og háskólinn í Miami. „Helga Kristín Auðunsdóttir, lektor og staðgengill deildarforseta lögfræðisviðsins á Bifröst, hafði samband við mig og spurði hvort ég hefði ekki áhuga á að taka þátt,“ segir Íris. Umsóknarferlið er töluvert, Íris byrjaði fyrst á að fylla út ítarlega umsókn ásamt því að taka upp kynningarmyndband sem hún þurfti að senda með. Á næsta stigi tók síðan við ítarlegt persónuleikapróf og að lokum voru valdir um 100 þátttakendur um allan heim til að taka þátt í keppninni.

„Ég var síðan pöruð saman við tvo aðra þátttakendur, Agustine frá Buenos Aires í Argentínu, og Addy frá Þýskalandi, sem  bæði að útskrifast úr lögfræði í sínu heimalandi. Svo fengum við þrjú ákveðin viðfangsefni; hvernig geta lögfræðistofur unnið betur með lögfræðingum innan fyrirtækja og stórum fyrirtækjum með ákveðinni nýrri tækni. Við þurftum síðan að vinna saman að því að útfæra það frekar í eitthvað nothæft,“ segir Íris.

Þremenningarnir Addy, Íris og Agustine

Keppnin er styrkt af mörgum stórum fyrirtækjum á alþjóðavísu, líkt og Microsoft, Imanage, og Spotify. Hver hópur fékk síðan sína eigin leiðbeinendur, sem þau höfðu greiðan aðgang að til að fá leiðbeiningar og upplýsingar og segir Íris að það hafi verið ómetanlegt, enda leiðbeinendurnir yfirmenn stórra fyrirtækja með mikla þekkingu og reynslu á sínu sviði.

„Við fengum Dan Carmel, sem er „Chief Marketing officer“ hjá Imanage, sem er eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki í heimi, Richard Macklin sem er lögfræðingur og einn eiganda Dentons sem er  ein stærsta lögfræðistofa Bretlands, með yfir 200 starfsstöðvar um allan heim og svo Caroline Brown sem er „Head of Legal Operations“ hjá Aviva sem er stærsta tryggingarfyrirtæki í Bretlandi.

Upphafsskjámynd ProPosal
Ein skjámynd úr kerfinu sem Íris og félagar hennar hönnuðu

Hópur Írisar þróaði nýtt AI kerfi fyrir lögfræðistofur og stór fyrirtæki, sem heldur utan um „Request for proposal“ eða útboð eins og það myndi heita á íslensku, sem lögfræðistofur senda frá sér. „Tökum sem dæmi að Disney eða Spotify vanti lögfræðistofu í vinnu hjá sér, þá sendir fyrirtækið fjölda lögfræðistofa, jafnvel fleiri hundraða, að þeir séu að leita að lögfræðistofu til að starfa fyrir sig. Hver stofa eyðir fullt af vinnu og mannskap í að útbúa gögn, svokallað „response for request for proposal“, sem send eru til væntanlegs verkkaupa, sem síðan velur eina lögfræðistofu úr hópnum, eða jafnvel enga og þetta tekur allt að níu mánuði að útbúa ásamt því að þetta kostar fleiri þúsund dollara fyrir hverja og eina þeirra svo þetta er margra milljón dollara vandamál,“ segir Íris. „Allar lögfræðistofurnar sem hafa varið miklum tíma og mannskap í að reyna að fá verkið fá því ekkert greitt fyrir sína vinnu. Kerfið sem við bjuggum til heldur utan um alla þessa vinnu, þannig að næst þegar lögfræðistofa ætlar að gera slíkt að svara „request for proposal,“ þá þarf einungis að slá inn ákveðnar upplýsingar sem kerfið sækir og safnar saman.“

Þremenningarnir töluðu saman á Skype daglega og með tölvupóstsamskiptum, auk þess að hafa greiðan aðgang að leiðbeinendum sínum. Fagnaðarfundir voru síðan í Miami í Bandaríkjunum rétt fyrir páska þar sem öll verkefnin voru kynnt á tveimur dögum. „Það var ótrúlega gaman að hittast og kynnast enn betur,“ segir Íris. Hópurinn kynnti sitt verkefni fyrir fjórum dómurum, dómarar í keppninni í heild voru hins vegar 76 talsins og fóru þeir yfir öll verkefnin í keppninni og ákváðu svo allir 76 saman hverjir væru vinningshafar.

Uppskáru Íris og félagar hennar aðalverðlaun keppninnar eins og áður sagði og næsta skref er að selja hugmyndina áfram til fleiri fyrirtækja um allan heim. „Við þrjú eigum hugmyndina ásamt Dan Carmel, leiðbeinanda okkar, það var tekið skýrt fram í skilmálum keppninnar og við höfum fundið fyrir miklum áhuga í kjölfar sigursins.“

Kerfið sjálft Skjámynd innan úr kerfinu
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óskar Ellert er látinn: „Það er einhver æðri máttur sem verndar mig“

Óskar Ellert er látinn: „Það er einhver æðri máttur sem verndar mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Helga Arnardóttir gengur með væntanlegt áramótabarn

Mynd dagsins: Helga Arnardóttir gengur með væntanlegt áramótabarn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eru þetta dýrustu fermetrar Reykjavíkur?

Eru þetta dýrustu fermetrar Reykjavíkur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerir teiknimyndasögur um hvernig það er að vinna í ferðaþjónustu á Íslandi: „Ég vil klappa hvölunum“

Gerir teiknimyndasögur um hvernig það er að vinna í ferðaþjónustu á Íslandi: „Ég vil klappa hvölunum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rifnar gallabuxur eru ekki sniðugar í sólinni – Sjáðu myndirnar

Rifnar gallabuxur eru ekki sniðugar í sólinni – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Hannes í skrautlegum hóp í Las Vegas

Mynd dagsins: Hannes í skrautlegum hóp í Las Vegas