fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Doris Day er látin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 13. maí 2019 13:36

Doris Day.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Doris Day lést í nótt á heimili sínu í Kaliforníu. Hún var 97 ára að aldri, en aðeins er rúmlega mánuður síðan hún hélt upp á 97 ára afmæli sitt. Associated Press segir frá.

Doris hafði ekki verið áberandi í sviðsljósinu síðustu ár og einbeitti sér frekar að góðgerðarstarfsemi en söng og leiklist. Doris var ein skærasta kvikmyndastjarna heimsins um miðbik síðustu aldar og var tilnefnd til fjölda verðlauna, til dæmis Óskarsverðlauna, sem hún neitaði ávallt að taka við.

Doris fæddist þann 3. apríl árið 1922 í Cincinnati í Ohio í Bandaríkjunum og hét réttu nafni Doris Mary Ann Kappelhoff. Hún byrjaði að syngja sem táningur og fór í fyrstu áheyrnarprufuna hjá Warner Bros árið 1947. Í kjölfarið fylgdu ýmiss hlutverk, en hún er hvað þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndunum The Man Who Knew Too Much, Pillow Talk og Move Over, Darling.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Einar Páll, Kristján og Sísí taka magnaða ábreiðu af Shallow – Sjáðu myndbandið

Einar Páll, Kristján og Sísí taka magnaða ábreiðu af Shallow – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég varð mjög fegin þegar ég sá nýjan dag byrja“

„Ég varð mjög fegin þegar ég sá nýjan dag byrja“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórkostleg mismæli Gísla Marteins í beinni: „Óvænti brandari kvöldsins“

Stórkostleg mismæli Gísla Marteins í beinni: „Óvænti brandari kvöldsins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægir dressa sig upp í Hataraklæðnaði: „Hatrið mun sigra“

Frægir dressa sig upp í Hataraklæðnaði: „Hatrið mun sigra“