fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Linda María og Gísli gerðu upp nánast ónýta íbúð á 28 dögum: Ótrúlegar fyrir og eftir myndir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 08:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda María Traustadóttir og kærasti hennar Gísli Jóhannesson keyptu nánast ónýta íbúð og gerðu hana upp. Það liðu 28 dagar frá því að þau byrjuðu í framkvæmdum og þar til þau fluttu inn.

Linda María var að vinna á hóteli fyrir austan í nokkur ár en hætti þar og byrjaði í Landbúnaðarháskólanum í Hveragerði síðastliðið haust. Þar stundar hún nám í ylrækt. Gísli er lærður húsgagnasmiður.

Myndirnar af íbúðinni eru ótrúlegar, það er hreint magnað hvað þeim tókst að gera á innan við mánuði. Hægt er að skoða allar myndirnar neðst í greininni.

DV heyrði í Lindu og spurði hana út í framkvæmdirnar.

Stofan.

Lindu Maríu og Gísla langaði að kaupa sér íbúð saman og höfðu verið að skoða íbúðir á fasteignasíðum.

„Gísli er lærður húsgagnasmiður og við höfum bæði mikinn áhuga á að breyta og betrumbæta þannig okkur langaði mest að kaupa eitthvað sem þarfnaðist viðhalds. Þegar við sáum þessa íbúð til sölu fannst okkur hún vera fullkomin fyrir okkur,“ segir Linda María.

„Við sáum bæði alveg fyrir okkur hvernig hún gæti litið út og vorum alveg samtaka í öllum ákvörðunum. Íbúðin er 70 fm, mjög rúmgóð og var auðvitað mjög illa farin þannig við gátum endurnýjað allt. Fyrri eigandi var með leigjanda sem hafði farið svona illa með íbúðina og stungið af, sem er auðvitað bara alveg ömurlegt. Eigandinn setti íbúðina þá beint á sölu í því ástandi sem hún var. Það var í rauninni ekkert heilt í íbúðinni nema kannski flísarnar í forstofunni og inni á baði, þannig það var það eina sem stóð eftir þegar við vorum búin að rífa allt í burtu.“

Myndir frá framkvæmdunum.

Linda segir að framkvæmdirnar höfðu gengið gríðarlega vel. „Við fengum afhent um verslunarmannahelgina en vorum með bókaða ferð til eyja þannig við gerðum ekkert fyrr en helgina á eftir. Þá mættum við á svæðið, rifum upp parketið og gólfflísarnar í eldhúsinu, brutum niður vegginn milli stofunnar og eldhúskróksins, tókum niður nokkra efri skápa í eldhúsinu og flísarnar í eldhúsinu á milli innréttinga,“ segir Linda.

„Svo var bara unnið eftir vinnu á kvöldin og um helgar, en ekkert auka frí tekið. Það liðu 28 dagar frá því að við byrjuðum og þar til við fluttum inn. Mamma Gísla og systir hans fóru hamförum í þessum framkvæmdum, það var eiginlega bara eins og við værum með tvo iðnaðarmenn í vinnu, þær voru svo duglegar. Þannig hraði framkvæmdanna er að stærstu leyti þeim að þakka.“

Eldhúsið.

Hvað kom ykkur á óvart?

„Það kom okkur smá á óvart að það var ekki eitt einasta í íbúðinni í lagi. Til að byrja með vissum við af þessum augljósu hlutum en á endanum þurfti að skipta út bókstaflega öllu. Við vorum með fjárhagsáætlun og stefndum að því að eyða ekki meira en milljón í framkvæmdirnar því Gísli gat gert alla vinnuna sjálfur og við vildum ekki kaupa allt það dýrasta úr búðum heldur reyna að nýta það sem við gátum. Við náðum þó að halda okkur nokkuð vel við áætlunina þó svo að það hafi bæst eitthvað aukalega við. Svo má segja að það hafi komið okkur á óvart líka hvað fjölskyldan kom sterk inn og hjálpaði gríðarlega mikið.“

Hvað var erfiðast?

„Það var erfiðast að þurfa að mæta í vinnuna og geta bara unnið þetta á kvöldin. Maður verður svo húkt og við vorum alltaf að vinna í íbúðinni langt fram á kvöld þannig dagarnir okkar voru ansi langir. En á sama tíma var þetta svo ótrúlega skemmtilegt. Við höfðum svo mikinn drifkraft og hlökkuðum til að flytja inn þannig það hélt okkur gangandi,“ segir Linda.

Nú hefur þú fengið rosaleg viðbrögð í Skreytum hús-hópnum á Facebook, kom það þér á óvart?

„Tja nei ekki beint. Ég elska sjálf svona fyrir/eftir myndir og þessi hópur er náttúrulega áhugahópur um falleg heimili þannig ég bjóst við að fólk tæki vel í þetta. Ég hef líka áður sett inn myndir í hópinn þegar ég innréttaði 30 fm stúdíóíbúð sem ég var að leigja á vegum vinnunnar og sýndi hvað það er hægt að gera mikið fyrir rýmið með einföldum aðferðum og það fékk mjög góð viðbrögð. Þessi íbúð er nú töluvert stærri og miklu meiri framkvæmdir þannig það var mun meira til að sýna. Það er mjög svo gaman að geta deilt þessu með fólki með þetta sameiginlega áhugamál,“ segir Linda.

30 fm stúdíóíbúðin sem Linda innréttaði.

„Það er hægt að gera svo mikið með smá útsjónarsemi. Þarna er bara búið að mála, veggfóðra og hafa húsgögn sem passa inn í svona lítið rými,“ segir Linda um litlu íbúðina.

Parið er hvergi hætt og munu halda áfram að sinna þessu áhugamáli. „Við erum enn þá að og munum líklegast alltaf vera að finna eitthvað til að gera flottara! Núna þegar það eru engar framkvæmdir í gangi og farið að verða lítið eftir til að gera, erum við þegar byrjuð að skoða íbúðir á fasteignasíðum sem væri gaman að taka í gegn. En ég hugsa nú að við reynum að búa í þessari allavega í ár áður en við tímum að flytja úr henni,“ segir Linda og hlær.

Sjáðu fyrir-og-eftir myndir af íbúðinni hér að neðan. 

Eldhúsið

Stofan

Gangurinn

Svefnherbergið

Baðherbergið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð