fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fókus

Fimm óskrifaðar reglur um nýfædd börn og samfélagsmiðla

Fókus
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýbakaðir foreldrar tilkynna margir fæðingu barna sinna á Facebook, Instagram, Twitter eða Snapchat. Margir hafa úthugsað hvað eigi að skrifa eða hvernig fyrsta myndin sem birtist af barninu eigi að vera. En ekki allir foreldrar ná að tilkynna fyrstir að barnið þeirra er komið í heiminn eða að birta fyrstu myndina þrátt fyrir að hafa viljað gera það. Stundum eru það ættingjar eða vinir sem taka þetta að sér sem er í góðu lagi svo lengi sem foreldrarnir vita af því áður. Chelsea Frisbie skrifaði þessar sniðugu reglur í grein á Mashable sem gott er að hafa í huga ef þú átt von á barni eða einhver náinn þér eignast barn.

1 – Ekki birta myndir eða tilkynningar á undan foreldrunum…

…allavega ekki án þess að fá leyfi fyrst.Þó að foreldrarnir séu bestir vinir þínir og þú veist að þau eru á leið á spítalann að eignast barn þá er þetta ekki þín frétt að segja frá á þessum tímapunkti. Hugsaðu út í það að kannski vilja þau ekki að allur heimurinn viti að þau séu í virkri fæðingu. Það er þeirra en ekki þitt að ákveða hvort, hvenær og hvernig það er tilkynnt að barnið sé á leiðinni.

2 – Foreldrar – Þið getið verið skipulagðir og ákveðið þetta áður.

Það þarf að skipuleggja margt áður en nýr einstaklingur kemur í heiminn og margt sem þarf að ræða. Það er sniðugt að ræða líka samfélagsmiðla fyrirfram. Móðir vill ekki frétta eftir á að makinn er búinn að vera að tweeta í beinni alla fæðinguna, skref fyrir skref á Twitter. Það má líka ræða hvort það eigi að tilkynna fæðinguna formlega eða ekki, foreldrarnir gera þetta bara eftir sínu eigin höfði.

3 – Lækaðu og skrifaðu athugasemd en ekki deila myndum nýbakaðra foreldra án þess að spyrja fyrst.

Chelsea segir að ef fjölskylda deili mynd með sínum Facebook vinum, sé best að biðja um leyfi áður en þú deilir myndinni á þinni eigin síðu. Ekki allir vinir þínir eru vinir foreldranna líka svo þú ert eiginlega að sýna ókunnugum barnið þeirra. Flestum er alveg sama en það er góð kurteisi að spyrja áður ef þú ert ekki viss.

4 – Ef þú ert í vafa, sendu hamingjuóskirnar í einkaskilaboði eða SMS-i

Ef einhverjir eru að skrifa um fæðingu barnsins á Facebooksíður hjá nýbökuðum foreldrum en þau sjálf hafa ekkert skrifað, gæti verið betra að senda hamingjuóskirnar í einkaskilaboðum eða sem SMS. Ef þau eru ekkert að skrifa eða svara sjálf er alltaf hugsanlegt að þau séu ósátt við að aðrir séu að deila sínum fréttum og þú vilt þá ekki vera einn af þeim aðilum, frekar vera þessi tillitssami vinur sem óskar til hamingju án þess að gera það á síðunum þeirra. Þetta er ekki keppni um að vera fyrstur með fréttirnar!

5 – Ef þú færð að koma í heimsókn, spurðu áður en þú myndar barnið og deilir myndunum með öðrum.

Ef þú ert náin/n foreldrunum og færð að mæta snemma í heimsókn á spítalann eða heimili fjölskyldunnar, er líklegt að þú viljir mynda barnið. En spurðu samt foreldrana hvort það sé í lagi áður en þú birtir myndirnar opinberlega, jafnvel þó það sé bara á Snapchat. Sumir foreldrar vilja ekki að myndir af barninu séu að birtast út um allt strax og þá er best að virða það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tanja Ýr lepur dauðann úr skel – Langt undir lágmarkslaunum: „Ég styð ekki fréttamennsku“

Tanja Ýr lepur dauðann úr skel – Langt undir lágmarkslaunum: „Ég styð ekki fréttamennsku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndband: Fór í klippingu í fyrsta skipti í fimmtán ár

Sjáðu myndband: Fór í klippingu í fyrsta skipti í fimmtán ár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar takast á við naflapot, köngulær og óhreint niðurfall – Færð þú klígju?

Íslendingar takast á við naflapot, köngulær og óhreint niðurfall – Færð þú klígju?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mikið sprell í brúðkaupi Sollu og Ella – Í kjól frá Aftur og Bríet tók lagið

Mikið sprell í brúðkaupi Sollu og Ella – Í kjól frá Aftur og Bríet tók lagið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mynd dagsins: Hafþór spyr hvort hann eigi að fjárfesta í bifreið – Þó hún sé augljóslega alltof lítil fyrir hann

Mynd dagsins: Hafþór spyr hvort hann eigi að fjárfesta í bifreið – Þó hún sé augljóslega alltof lítil fyrir hann
Fókus
Fyrir 6 dögum

Barðist fyrir trommukjuða á Ed Sheeran: „Ég var alveg tilbúin til þess að standa þarna allt kvöldið“

Barðist fyrir trommukjuða á Ed Sheeran: „Ég var alveg tilbúin til þess að standa þarna allt kvöldið“