fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Spessi sýnir unga fólkið sem þarf að burðast með módernísku arfleifðina

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstkomandi laugardag opnar ljósmyndasýningin Módernísk arfleifð / Modernist Heritage að Ramskram, Njálsgötu 49. Sýningin samanstendur af ljósmyndum teknum af Sigþóri Hallbjörnssyni, Spessa, í Riga og Daugvapils árin 2014 og 2015.

Titill sýningarinnar, Módernísk arfleifð, vísar til hverfa sem risu í nafni módernismans víða um heim í byrjun tuttugustu aldar.

„Eftir síðari heimsstyrjöldina fór módernisminn á flug. Hinir efnameiri tóku móderníska byggingalist upp á arma sína og byggðu híbýli sín í þeim stíl. Það sama gerðu einnig mörg fyrirtæki. En þegar grípa átti til módernísku aðferðarfræðinnar við byggingu ódýrari íbúða fyrir almenning fór eitthvað úrskeiðis.. Það reyndist erfitt að heimfæra útópísku paradísina sem módernistar höfðu í hugskoti sér þegar byggð voru há fjölbýlishús og blokkir. Hönnunargallar og ófyrirséð vandamál er tengdust félagslegum aðstæðum settu strik í reikninginn.“

Á Íslandi má þakka fyrir að skrímslablokkir í líkingu við þær sem risu í PruittIgoe í St.Louis voru aldrei byggðar, en þær blokkir voru svo umdeildar að á endanum stóðu þær tómar því að jafnvel þeir sem verst voru staddir fjárhagslega vildu ekki búa þar.

Blokkirnar í Efra Breiðholti eru líklega það sem kemst næst þessu og það sem við getum kallað okkar módernísku afleifð.“

Þessi móderníski byggingarstíll hefur lengi vakið áhuga Spessa eins og merkja má í bók hans, Location, sem gefin var út árið 2007 og sýna íslenskar byggingar frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.

Spessi er fyrst og fremst portrettljósmyndari og hefur hann á flakki sínu um heiminn tekið portrett af fólki á stöðum sem flestir myndu reyna að forðast. Í  ferð til Lettlands, í tengslum við sýningu sem hann tók þátt í þegar Riga var menningarborg Evrópu, myndaði hann unglinga í úthverfi Riga og árið eftir fór hann  í sömu erindagjörðum til Daugvapils. Myndirnar af unga fólkinu í Riga og Daugvapils í Lettlandi eru hér til sýningar í Ramskram. Þessar myndir eru vísir að því sem varð bókin  111 og samnefnd sýning á Listahátíð 2018.
Portrettin eru af unga fólkinu sem þarf að burðast með módernísku arfleifðina.“

Sýningin opnar á laugardaginn og mun standa til 19. maí í Ramskram, Njálsgötu 49.  Opið er í Ramskram um helgar frá 14:00 til 17:00

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Beggi Smári með nýtt lag um dætur sínar: „Lagið var samið þegar ég var á tónleikaferðalagi og saknaði þeirra“

Beggi Smári með nýtt lag um dætur sínar: „Lagið var samið þegar ég var á tónleikaferðalagi og saknaði þeirra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Filippseyska kærastan hittir íslensku stórfjölskylduna – Hún bjóst ekki við þessu

Filippseyska kærastan hittir íslensku stórfjölskylduna – Hún bjóst ekki við þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur Ragnar minnist Guðrúnar Katrínar: „Jafnvel hinn sársaukafyllsti harmleikur getur fengið okkur til að fagna nýju lífi“

Ólafur Ragnar minnist Guðrúnar Katrínar: „Jafnvel hinn sársaukafyllsti harmleikur getur fengið okkur til að fagna nýju lífi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dalurinn trylltist en stóð Ed Sheeran undir væntingum?

Dalurinn trylltist en stóð Ed Sheeran undir væntingum?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ritdómur um Það er alltaf eitthvað: Byrjendur en ekki viðvaningar

Ritdómur um Það er alltaf eitthvað: Byrjendur en ekki viðvaningar
Fókus
Fyrir 6 dögum

YouTube-notandi reitir af sér brandara í miðborg Reykjavíkur – Sjáðu viðbrögð vegfarenda

YouTube-notandi reitir af sér brandara í miðborg Reykjavíkur – Sjáðu viðbrögð vegfarenda