fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fókus

Jón Mýrdal: „Þótt ég hafi kannski ekki vitað af því þá var ég að deyja“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 10:00

Jón Mýrdal var við dauðans dyr.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Mýrdal athafnamaður hafði hagað sér frekar einkennilega í dágóðan tíma. Eftir að hegðun hans varð furðulegri höfðu vinir hans áhyggjur af honum og fóru með hann upp á spítala. Í ljós kom að Jón var með heilaæxli á stærð við sítrónu og var skorinn upp sama dag og hann var greindur. Jón segir frá þessu í Ísland í dag.

„Daginn áður en ég var skorinn höfðu vinir mínir gripið í tauma og farið með mig upp á spítala því ég var búin að vera dálítið mikið úti á túni í svona tvær til þrjár vikur,“ segir Jón Mýrdal í Ísland í dag.

Sindri Sindrason spyr hann hvernig hann hafi verið og segist Jón hafa sofið mikið og talað lítið, sem er mjög ólíkt honum. Hann hafi einnig talað óskýrt og gert mjög einkennilega hluti.

Morguninn eftir gat Jón hitt lækni og var spurður alls konar spurninga, eins og hvaða dagur væri.

„Ég svaraði því víst að það væri 10. mars 2019. Þá var ég kominn einhverja fimm sex mánuði fram í tímann, einn plús einn væru tuttuguþúsund,“ segir Jón. Tekin var tölvusneiðmynd af Jóni: „Þá kemur þetta æxli í ljós sem var rosalegt.“

Skjáskot: Ísland í dag/Vísir.

Sama dag og hann var greindur var hann skorinn upp, en það er afar sjaldgæft. „[Læknirinn] sagði eftir á að „þú áttir ekki breik. Þú hefðir bara dáið þarna strax. Þú varst alveg á tæpasta vaði“.“

Jón lýsir því fyrir Sindra í Ísland í dag hvernig æxlið var:

„[Æxlið] var utan á liggjandi, lá í heilahimnunni og var búið að þrýsta heilanum alveg öðrum megin. [Hérna aftan á] var allt í einhverju algjöru messi. [Læknirinn] sagði að það hafi verið svo mikið þrýstingur í kúpunni að það hafi verið kraftaverk að ég hafi ekki fengið flog. Fólk fær oft flog og [hann sagði] að ef ég hefði fengið flog hefði ég dáið á staðnum.“

Jón eftir aðgerðina. Skjáskot: Ísland í dag/Vísir.

Jón vaknaði fimmtán tímum eftir aðgerðina og var að eigin sögn alveg úti á túni. Hann segir að þremur dögum fyrir aðgerðina hafi hann „alveg verið dottinn út.“ Jón man ekki eftir því að hafa hringt í konuna sína, sem lá upp í rúmi með mánaðargamalt barn þeirra, og tjáði henni að hann væri með heilaæxli.

Reyndi að leita sér hjálpar

Jón segir að hann hafi farið til þriggja heimilislækna í leit að svörum, en undanfarin 1 til 2 ár hafi hann fundið fyrir kulnun í starfi, mikilli þreytu og þoldi illa álag. „Ég var kominn á geðlyf og svo tók ég mjög mikið af verkjalyfjum því ég var ekki greindur,“ segir Jón.

Á þessum tíma gerði Jón að eigin sögn ýmislegt fyndið: „Ég keypti öll ísblómin sem [vinir mínir í Kjötborg] áttu og kom með tuttugu ísblóm í heim í poka. Ég gat ekki opnað hurðina og þar tók á móti mér Sigrún og horfði á mig þar sem ég var með einn poka fullan af ísblómum og annan poka fullan af nammi, rétti henni pokana og fór inn í herbergi að sofa. Og ég man ekki neitt sko,“ segir Jón.

Jón Mýrdal. Mynd: Skjáskot/Ísland í dag – Vísir.is

Var að deyja

„Þótt ég hafi kannski ekki vitað af því þá var ég að deyja […] Ég var náttúrlega við dauðans dyr og það er dálítið magnað að hafa bara risið upp sem [í raun og veru] nýr maður, væntanlega hefur æxlið ekki bara haft áhrif í einhver tvö ár eða eitt og hálft ár, kannski bara sjö ár. Allan tímann meðan ég var að byggja upp fyrirtækin hef ég verið með stækkandi æxli í hausnum,“ segir Jón.

Horfðu á allt viðtal Sindra við Jón Mýrdal í Ísland í dag hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tanja Ýr lepur dauðann úr skel – Langt undir lágmarkslaunum: „Ég styð ekki fréttamennsku“

Tanja Ýr lepur dauðann úr skel – Langt undir lágmarkslaunum: „Ég styð ekki fréttamennsku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndband: Fór í klippingu í fyrsta skipti í fimmtán ár

Sjáðu myndband: Fór í klippingu í fyrsta skipti í fimmtán ár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar takast á við naflapot, köngulær og óhreint niðurfall – Færð þú klígju?

Íslendingar takast á við naflapot, köngulær og óhreint niðurfall – Færð þú klígju?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mikið sprell í brúðkaupi Sollu og Ella – Í kjól frá Aftur og Bríet tók lagið

Mikið sprell í brúðkaupi Sollu og Ella – Í kjól frá Aftur og Bríet tók lagið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mynd dagsins: Hafþór spyr hvort hann eigi að fjárfesta í bifreið – Þó hún sé augljóslega alltof lítil fyrir hann

Mynd dagsins: Hafþór spyr hvort hann eigi að fjárfesta í bifreið – Þó hún sé augljóslega alltof lítil fyrir hann
Fókus
Fyrir 6 dögum

Barðist fyrir trommukjuða á Ed Sheeran: „Ég var alveg tilbúin til þess að standa þarna allt kvöldið“

Barðist fyrir trommukjuða á Ed Sheeran: „Ég var alveg tilbúin til þess að standa þarna allt kvöldið“