fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fókus

Jóhannes Haukur staðfestir flökkusöguna frægu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 18:00

Jóhannes Haukur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson er í ítarlegu viðtali við Heiðar Sumarliðason í þættinum Stjörnubíó. Í seinni hluta viðtalsins spyr Heiðar leikarann út í þráláta flökkusögu um inntökuprófið sitt í leiklistarskólanum, en sagan var sú að Jóhannes hefði fundið eintal úr kvikmyndinni Man Without a Face með Mel Gibson og hermt eftir því í inntökuprófinu. Þetta staðfestir Jóhannes í þættinum.

„Hann Gói var að fara í leiklistarskólaprufurnar,“ segir Jóhannes um hvernig hann ákvað að þreyta inntökuprófið, en Gói er leikarinn Guðjón Davíð Karlsson. „Ég vissi ekki einu sinni að það væri til leiklistarskóli á Íslandi en hann sagði mér allt um það.“

Gói sagði við Jóhannes að hann þyrfti að undirbúa tvö eintöl, eða mónólóga.

„Annar þeirra á að vera í bundnu máli. Hvað er bundið mál?“ segir Jóhannes til að undirstrika hve mikið hann var úti á túni fyrir prufuna. „Shakespeare, það er bundið mál, til dæmis. Ég fór niður í bandalag íslenskra listamanna og þar var mappa með eintölum. Ég fann þar rosa skemmtilegan texta. Svo þurfti ég að finna Shakespeare texta. Ég átti hana á VHS, Man Without a Face, og þar er Mel Gibson að fara með mónólóg Shylock,“ segir Jóhannes og bætir við að það eintal sé að finna í leikritinu Kaupmaðurinn í Feneyjum eftir William Shakespeare. Jóhannes sá sér leik á borði og ákvað að endurgera eintal Mel Gibson í inntökuprufunum.

„Ég bara horfði á nákvæmlega hvernig hann gerir þetta, hvaða hraðabreytingar eru, hvaða orð hann leggur áherslu á. Ég bara hermdi nákvæmlega eftir hans performans í þessum mónólóg,“ segir Jóhannes en bætir við að hann hafi þurft að leggja aðeins meira á sig en aðeins að herma eftir stórleikaranum.

„Hann fer ekki með allan mónólóginn þannig að ég þurfti að einhverju leyti að fylla upp í eyðurnar.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Börn Stefáns Karls líta lífið öðrum augum: „Ég geti vitanlega aldrei tekið frá þeim þann sársauka sem því fylgir að missa pabba sinn“

Börn Stefáns Karls líta lífið öðrum augum: „Ég geti vitanlega aldrei tekið frá þeim þann sársauka sem því fylgir að missa pabba sinn“
Fókus
Í gær

Fjallið Hafþór Júlíus lang launahæstur íþróttamanna – Eyddi fúlgu í hárígræðslur

Fjallið Hafþór Júlíus lang launahæstur íþróttamanna – Eyddi fúlgu í hárígræðslur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Óskar: „Að geta hreyft sig eru ákveðin forréttindi sem því miður allt of fáir nýta sér“

Guðmundur Óskar: „Að geta hreyft sig eru ákveðin forréttindi sem því miður allt of fáir nýta sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Lífið er betra í bikiní“

Vikan á Instagram: „Lífið er betra í bikiní“