fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Eurovision-lag Ólafs F. komið út – Sjáðu myndbandið

Fókus
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 16:50

Ólafur F. Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur F. Magnússon, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, hefur látið talsvert að sér kveða í tónlist að undanförnu. Hann hefur nú gefið út sitt tuttugasta lag sem ber heitið Heim ertu komin.

„Lagið og ljóðið samdi samdi ég 1. október 2017, en myndbandið með laginu var gert í Krýsuvík og við Kleifarvatn, nú í aprílmánuði 2019. Ég sendi lagið í íslensku Eurovision-keppnina síðastliðið haust, en það náði ekki inn í úrslit keppninnar. Við því er ekkert að segja,“ segir Ólafur sem naut góðrar aðstoðar við gerð lags og myndbands.

„Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, söngkennari minn, syngur lagið með mér, í vandaðri útsetningu Vilhjálms Guðjónssonar, sem leikur á öll hljóðfærin í laginu. Aðal þessa myndbands er þó einsök kvikmyndataka Friðriks Grétarssonar, sem notaði meðal annars dróna til að ná fallegum landslagsmyndum. Hann, Guðlaug og Vilhjálmur eru frábærir samstarfsmenn og vinátta þeirra er mér afar dýrmæt,“ segir Ólafur.

„Gunnar Þórðarson hefur líka reynst mér traustur vinur og öflugur samstarfsmaður. Hann hélt tónleika með mér í Vestmannaeyjum á Goslokahátíð 2017 og útsetti lög af því tilefni, meðal annars lagið Við Ræningjatanga, sem er minningarlag um fórnarlömb Tyrkjaránsins, fyrir tæplega 400 árum.“

Lagið og myndbandið má sjá hér að neðan: ´

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sextán ára að gefa út tónlist: „Fólk veit ekkert hvernig ég er í alvörunni“

Sextán ára að gefa út tónlist: „Fólk veit ekkert hvernig ég er í alvörunni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

DV leikur sér að heitasta filternum á Snapchat – Sjáið myndirnar

DV leikur sér að heitasta filternum á Snapchat – Sjáið myndirnar