fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Karólína svarar staðhæfingum um fitufordóma: „Ég var kölluð trukkur daglega í grunnskóla“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 21:00

Karólína Jóhannsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karólína Jóhannsdóttir segir að það sé ekki fitufordómum að þakka að hún og fleira feitu fólki hefur tekist að lifa heilbrigðari lífsstíl heldur þrátt fyrir þá. Hún svarar þeirri staðhæfingu að „fitufordómar séu góðir.“

Elísabet spurði Twitter notendur hvort þeir væru með óvinsæla skoðun og bauð þeim að senda hana nafnlaust.

„Um 70% af góða fólkinu telur sig hafa að minnsta kosti eina forkastanlega skoðun. Er mjög forvitin um það hvaða óæskilegu skoðanir góða fólkið hefur. Skal pósta niðurstöðunum, takk.“

Ein af óvinsælu skoðunum er: „Fitufordómar eru góðir.“

Karólína Jóhannsdóttir er ósammála þessari staðhæfingu og tók sig til Twitter til að koma sinni skoðun á framfæri. Hún gaf DV góðfúslega leyfi að birta tístin.

„Þar sem fólk elskar [greinilega]að halda því fram að „fitufordómar séu góðir“ í skjóli nafnleysis langar mig að koma með nokkra punkta. Ég hataði líkamann minn í áratug fyrir að vera feitur. Ég var kölluð trukkur daglega í grunnskóla,“ segir Karólína og heldur áfram.

„Einn gaur tók á sig að gera t-rex hljóð þegar ég gekk inn í matsal. Ég gjörsamlega fyrirleit líkamann minn. Ég píndi sjálfa mig til að æla daglega eftir hverja máltíð í nokkra mánuði. Ég svelti mig. Ekkert gekk. Ég grenntist aldrei til lengri tíma.

Á síðustu 2 árum hefur mér virkilega tekist að læra að elska líkamann minn. Þá fyrst lærði ég að koma vel fram við hann, næra hann og hreyfa [mig] reglulega. Á síðasta 1.5 ári hef ég misst 40kg. Ég er ennþá í yfirþyngd en ég ELSKA líkamann minn því hann er sterkur, liðugur og fallegur.

Það er ekki fitufordómum að þakka að mér og fleira feitu fólki hefur tekist að lifa heilbrigðari lífstíl heldur ÞRÁTT FYRIR þá. Og ekkert okkar heldur því fram að yfirþyngd og offita séu gallalaust ástand heldur að við höfum tilverurétt og megum elska líkama okkar.

Hatur á eigin líkama og löngun til að grennast er ekki góð forsenda til að taka upp heilbrigðari lífsstíl sem endist til frambúðar. Ást á eigin líkama og löngun til styrks, þols og almenns heilbrigðis er ótrúlega mikill hvati til að koma vel fram við hann.“

Twitter-þráður Karólínu hefur vakið mikla athygli og hafa nokkuð hundruð manns líkað við tístin hennar.

Þetta var ekki eina „óvinsæla skoðunin“ um feitt fólk eða fitufordóma. Fleiri höfðu eitthvað um málefnið að segja eins og:

„Fólk í ofþyngd er ekki minnihlutahópur. Fólk fæðist í minnihlutahópa.“

„Fólk ætti að hreyfa sig meira og hætta að upphefja fólk í ofþyngd sem „body positivity.““

„Það kann vel að vera að þú sért ánægð/ur með líkama þinn en það er fokking óhollt að vera feit/ur.“

DV fjallaði um fyrrnefndan þráð í dag og hægt er að lesa meira um óvinsælu skoðanirnar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sextán ára að gefa út tónlist: „Fólk veit ekkert hvernig ég er í alvörunni“

Sextán ára að gefa út tónlist: „Fólk veit ekkert hvernig ég er í alvörunni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

DV leikur sér að heitasta filternum á Snapchat – Sjáið myndirnar

DV leikur sér að heitasta filternum á Snapchat – Sjáið myndirnar