fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Grýtt með sítrónu og strunsaði af sviðinu – Kenna Beyoncé um – Myndband

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 10:00

Ariana Grande.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Ariana Grande tróð upp á tónlistarhátíðinni Coachella vestan hafs á sunnudag. Tónleikarnir gengu þó ekki eins og í sögu þar sem ónefndur aðili grýtti sítrónu í Ariönu á miðjum tónleikum með þeim afleiðingum að söngkonan strunsaði af sviðinu.

„Þetta er af því að einhver af ykkur henti sítrónu í mig,“ sagði Ariana og bætti við: „Fjandinn.“

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir ofan en stuttu síðar fór Ariana aftur upp á svið og söng lagið NASA, greinilega búin að jafna sig eftir sítrónukastið. Aðdáendur stjörnunnar jöfnuðu sig hins vegar ekki svo fljótt og hafa margir velt því fyrir sér hvort aðdáandi Beyoncé eða Beyoncé sjálf hafi kastað sítrónunni, en Beyoncé hefur verið tengd órjúfanlegum böndum við sítrusávöxtinn síðan hún gaf hún plötuna Lemonade árið 2016.

„Henti Beyoncé sítrónu í Ariönu,“ tístir einn tístari og annar bætir við:

„HVAÐA BEYONCÉ AÐDÁANDI HENTI SÍTRÓNU Í ARIÖNU?? Ég elska Beyoncé aðdáendur en sumir ykkar Beyoncé aðdáenda verðið að leyfa öðrum söngvurum að vera frábærir.“

Enn annar tístari segir Ariönu hafa gengið í gegnum nóg, væntanlega með vísan í tónleika stjörnunnar í Manchester í maí árið 2017 þar sem hryðjuverkaárás átti sér stað og 22 létust.

„Ég trúi ekki að sítrónu hafi verið kastað í Ariönu Grande. Hún hefur gengið í gegnum nógu mörg áföll, af hverju ráðumst við á hana á tónleikum?“

Beyoncé hefur ekki tjáð sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Spessi stefnir á það svarta

Spessi stefnir á það svarta
Fókus
Í gær

Hatrammar nágrannaerjur: „Hann reyndi að drepa mig“

Hatrammar nágrannaerjur: „Hann reyndi að drepa mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hatari og Murad gefa út myndband við nýtt lag

Hatari og Murad gefa út myndband við nýtt lag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sextán ára að gefa út tónlist: „Fólk veit ekkert hvernig ég er í alvörunni“

Sextán ára að gefa út tónlist: „Fólk veit ekkert hvernig ég er í alvörunni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt lag frá Eiríki – Lýsir mér leið

Nýtt lag frá Eiríki – Lýsir mér leið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sakar Kvikmyndamiðstöð um stjórnsýslulagabrot: „Ungt fólk á ekki mikið breik“

Sakar Kvikmyndamiðstöð um stjórnsýslulagabrot: „Ungt fólk á ekki mikið breik“