fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Sex ótrúlegar staðreyndir um Friends sem þú vissir ekki

Fókus
Laugardaginn 20. apríl 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru komin fimmtán ár síðan vinsælu Friends sjónvarpsþættirnir hættu göngu sinni. Þeir njóta enn mikilla vinsælda og kunna margir allar þáttaraðirnar utan af. Friends þættirnir hætta aldrei að gleðja því það eru sífellt nýjar skemmtilegar staðreyndir að koma á yfirborðið.

Hér eru sex ótrúlegar staðreyndir um Friends sem þú vissir örugglega ekki:

Það munaði litlu að Rachel hefði ekki verið í síðustu þáttaröðinni

Jennifer Aniston sagði sjónvarpsfréttamanninum Matt Lauer að hún hefði haft áhyggjur af því að koma fram í tíundu og síðustu þáttaröðinni. Hún vildi að tími sinn sem Rachel myndi koma á enda eftir níundu þáttaröð. Sem betur fer skipti hún um skoðun annars hefðum við aldrei fengið að vita hvort Rachel og Ross myndu byrja aftur saman.

Aðalhlutverkin áttu að vera aðeins fjögur

Upphaflega átti Phoebe og Chandler að vera aukahlutverk en við vitum það öll að þau hefðu þröngvað sér í sviðsljósið innan skamms tíma.

David Scwimmer þurfti aldrei að fara í áheyrnarprufu fyrir hlutverk Ross

Hlutverkið var skrifað með hann í huga. Framkvæmdastjórinn Kevin Bright hafði unnið með David áður.

Eric McCormack, Will úr Will & Grace, fór í tvær eða þrjár áheyrnarprufur fyrir hlutverkið en átti í raun enga möguleika að fá það þar sem karakterinn var skrifaður fyrir David.

Það var lengi leyndarmál hver Ugly Naked Guy var

Það var ekki fyrr en 2016 þegar kom í ljós að maðurinn sem leikur hinn fræga Ugly Naked Guy er Jon Haugen.

Það tók blaðamann Huffington Post heilt ár að komast að þessu vel geymda leyndarmáli.

Bruce Willis kom fram í þáttunum eftir að hafa tapað veðmáli

Bruce Willis tapaði veðmáli gegn Matthew Perry. Veðmálið snerist um hversu vinsæl myndin þeirra The Whole Nine Yards myndi verða. Myndin naut mikilla vinsælda og tapaði Bruce þá veðmálinu. Greyið maðurinn þurfti að koma fram í einum af vinsælustu sjónvarpsþáttum allra tíma.

Lisa Kudrow hataði að spila á gítarinn

Það er erfitt að ímynda sér Phoebe óhamingjusama með gítar í hönd.

„Mér líkaði ekki vel við gítarinn. Ég var ekki að ná þessu. Þannig ég held að ég spurði meira að segja: „Hvað ef hún spilar á bongótrommur?“ sagði Lisa Kudrow. Þó svo það hljómi frábærlega að Phoebe spili á bongótrommur þá fór Lisa Kudrow nokkrum sinnum í gítartíma. Hún lærði nokkur gítargrip áður en hún hætti að mæta í tíma og ákvað að Phoebe myndi hvort sem er aldrei vera sérstaklega góð að spila á gítar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Hafdís varð ófrísk 17 ára og hélt lífið ónýtt – „Mamma hélt að einhver hefði dáið“

Hafdís varð ófrísk 17 ára og hélt lífið ónýtt – „Mamma hélt að einhver hefði dáið“
Fókus
Í gær

Tvífarar: Tölvugúrúinn og Euro-stjarnan

Tvífarar: Tölvugúrúinn og Euro-stjarnan
Fókus
Í gær

Kvartað undan leyfislausum flúrurum í Reykjavík – Ellý Ármanns auglýsir grimmt á samfélagsmiðlum

Kvartað undan leyfislausum flúrurum í Reykjavík – Ellý Ármanns auglýsir grimmt á samfélagsmiðlum
Fókus
Í gær

Ekki missa af Birgi Hákoni í DV sjónvarpi kl. 13.00:Glóðheit plata á leiðinni

Ekki missa af Birgi Hákoni í DV sjónvarpi kl. 13.00:Glóðheit plata á leiðinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dulin merking á bol Ross í Friends – Aðdáendur trúa vart eigin augum

Dulin merking á bol Ross í Friends – Aðdáendur trúa vart eigin augum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svala Björgvins lýsir ástarlífinu: „Aldrei verið handtekin – ekki nema bara í kynlífi“

Svala Björgvins lýsir ástarlífinu: „Aldrei verið handtekin – ekki nema bara í kynlífi“