fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fókus

Að líta út eins og gellurnar á Instagram: Opið bréf frá 15 ára íslenskri stúlku

Fókus
Föstudaginn 19. apríl 2019 21:30

Einlæg skrif.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég ætla að halda nafnleynd í þessum skrifum vegna þess að það skiptir ekki öllu máli hver segir þetta, það þarf bara einhver að gera það. Alltof margir unglingar eru að lenda í allskyns geðröskunum vegna krafa sem samfélagið setur á mann um að vera eitthvað og gera eitthvað. Ég er ekki að tala um einhvern ákveðinn aldur en ég er mest að vísa í ungt fólk í þessari grein.

Flestir eru með smáforrit eins og Instagram, Facebook og Snapchat í símanum hjá sér finnst mörgum það algjör snilld. Það er auðvitað gaman að geta sent myndir eða myndbönd til vina hvenær sem maður vill eða að vita hvað er að gerast úti í heimi þessa stundina, ég er sammála því. Ofnotkun á þessum forritum er hinsvegar orðin hrikalega mikil og ég persónulega er að verða brjáluð. Það er hálf sorglegt að fara í frímínútur í skólanum því að það talar enginn saman lengur heldur eru allir í símanum.

Óheilbrigt samband við mat og hreyfingu

Ég er 15 ára og opnaði fyrsta Instagram-aðganginn minn aðeins 11 ára. Ég fór mikið að skoða „prófíla“ hjá fólki úti í heimi og alltaf var það eitthvað útlitstengt sem poppaði þar upp. Instagram er eitt af þessum forritum sem sigtar út upplýsingar um þig og notar „cookies“ til þess að sýna þér eitthvað efni tengt því sem þú hefur skoðað áður og heldur að þú hafir áhuga á. Um 13 ára gömul var ég ekki á góðum stað í lífi mínu og var rosalega ósátt með sjálfa mig. Allt sem ég skoðaði á netinu var tengt útliti á einhvern hátt og Instagrammið mitt, til dæmis, var orðið stútfullt af einhverjum konum úti í heimi sem voru alltaf í ræktinni og drukku græna djúsa á hverjum morgni.

Ég var 13 ára gömul, auðvitað tók ég þetta inn á mig og fannst ég vera að gera eitthvað kolrangt fyrst að ég var enn með bumbu og læri, samt var ég mjög heilbrigð.

Ég byrjaði þá að þróa með mér mjög óheilbrigt samband við mat og hreyfingu til þess að reyna að koma til móts við þessar kröfur og er enn þann dag í dag að berjast við ranghugmyndirnar þó að ég kunni betur að höndla þær hugsanir sem ég fæ.

Í dag er Snapchat orðið rosalega vinsælt og enn auðveldari leið til að deila öllu sem maður er að gera bara með því að setja það í „my story“ svo að allir fylgjendur þínir sjái það. Margir eru þá að sýna förðun eða heilsutengdan lífsstíl sem er eins og allt annað fínt upp að vissu marki. Svona mikið utanaðkomandi áreiti heilaþvær mann án þess að maður taki eftir því. Allar vinkonur mínar kunna að farða sig eins og snyrtifræðingar og eru á mínum aldri (14-16 ára). Maður heyrir á hverjum degi hvaða make-up maður á að eiga og hvað maður þarf að kaupa til að ná ákveðnu „lúkki“ og verða flottur.

Í vetur og síðast liðin ár hefur íslenskum konum á samfélagsmiðlum fjölgað mikið og þá er enn auðveldara fyrir stelpurnar hér á Íslandi að ná sér í allskonar „fróðleik“ frá einhverjum sem þær þekkja ekki og þurfa ekkert endilega á að halda.

Ég vil taka það fram að mér finnst sumt alveg frábært og margar stelpur og konur sem halda svona síðum uppi eru góðar fyrirmyndir fyrir marga. Ég held að fólk viti bara alls ekki hversu mikil áhrif það hefur á aðra með því sem það setur á netið.

Ég veit ekkert hvernig þetta fólk á netinu lifir í alvöru…

Ég var, eins og ég tók fram, 13 ára þegar ég var mikið inni á Instagram. Þá var ég að bera mig saman við kannski tvítugar til þrítugar konur sem voru búnar að vera í fitness í mörg ár og voru með six-pack. Hversu klikkað er það? Ég vil ekki setja út á fitness eða einkaþjálfara og slíkt en það eru of margir í þessum bransa að reyna að koma því fram að það eigi að vera venjulegt fyrir alla að borða bara kjúkling og sætar kartöflur og fara í ræktina alla daga vikunnar. Vissulega geta þeir sem vilja og hafa áhuga á því gert það, sumir meira að segja þurfa virkilega á því að halda en langflestir unglingar, og fólk sem er að vaxa og dafna og hreyfa sig, þurfa alla orku sem er völ er á að halda og mega ekki við því að borða baragrænmeti og fisk.

Heilsan skiptir svo miklu máli. Ég veit það vel vegna þess að ég hef tapað henni að sökum öfgakenndar megrunar sem að byrjaði mjög saklaust með því að reyna að líta út eins og gellurnar á Instagram sem lifa á próteinstykkjum og búa nánast í ræktinni.

Ég hef engan áhuga á fitness en ég reyndi allt til að herma eftir ráðum héðan og þaðan um hitt og þetta og var farin að trúa því að maður væri ekki í góðu formi nema að það sæist í vöðvana. Ég las mikið á matvæli og var ofurupptekin af innihaldi þess, vegna þess að ég hélt virkilega að það þyrfti til að lifa heilbrigðum lífsstíl, sem er alls ekki raunin.

Næringarfræðingar segja meira að segja að maður eigi ekki að sleppa neinu. Maður á að borða allt til að fá alla næringuna og það er ekkert að því að fá sér sætindi líka. Hættum að setja okkur bannlista. Núna borða ég það sem ég vil þegar ég vil, hollt, óhollt, hvað sem er og ég finn hvað ég þarf bæði líkamlega og andlega. Ég hef aldrei litið betur út né liðið betur þó svo að ég hugsi miklu minna um mataræðið eða æfingar en ég gerði.

Ég hef, eins og ég tók fram, engan áhuga á fitness né mjög erfiðum æfingum svo að ég á ekki að þurfa að pína mig í það bara af því að einhver segir að það sé gott fyrir mig. Ég veit vel að það er gott að hreyfa sig en þessi hreyfing á ekki að vera leiðinleg og erfið og þú átt ekki að pína þig í hana ef að þér finnst hún ekki skemmtileg. Maður á að njóta þess að hreyfa sig og gera það fyrir sálina líka. Maður á að njóta þess að borða og ekki hugsa OF mikið um það.

Málið er að ég veit ekkert hvernig þetta fólk á netinu lifir í alvöru. Allt sem fer á netið er sérvalið af þeim sem setur það þangað til þess að það komi sem best út og oftar en ekki er það bara brota brot af einstaklingnum. Ég er á Instagram og myndi sjálf aldrei setja neitt sem ég myndi halda að öðrum fyndist asnalegt og ég þekki engan sem myndi gera það nema í gríni.

Þessi unglingsaldur er erfiður fyrir flesta og það að vera endalaust að miða sig við aðra þar á meðal á netinu gerir ekkert nema að brjóta mann niður! Svo skilaboðin mín til þín eru:

HÆTTU AÐ MIÐA ÞIG VIÐ AÐRA.

Gerðu það sem þú vilt, þegar þú vilt og einbeittu þér að því að líða vel í eigin skinni. Ræktaðu sjálfan þig og hugsaðu um andlegu heilsuna, hún er ekki síður mikilvæg. Þú ert frábær eins og þú ert, svona í alvöru. Ég veit ekki hversu oft ég hef lesið svona greinar en ég hef aldrei hlustað á þær. Ég vil að þú takir virkilega inn þetta sem ég er að segja og passir þig alltaf á því að elska sjálfa/n þig nógu mikið til að fara ekki út í eitthvað rugl bara af því að samfélagið segir manni að LÍTA einhvern veginn út!

Þessi pistill birtist upprunalega á dv.is fyrir tæpum þremur árum og fannst okkur tilvalið að endurbirta hann, þar sem hann á enn erindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fatlaðir upp á punt
Fókus
Í gær

Hleypur með ólæknandi krabbamein

Hleypur með ólæknandi krabbamein
Fókus
Í gær

Donna var sagt að hann ætti þrjá mánuði ólifaða – Var 55 kíló og sjónin var að hverfa

Donna var sagt að hann ætti þrjá mánuði ólifaða – Var 55 kíló og sjónin var að hverfa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndband: Fór í klippingu í fyrsta skipti í fimmtán ár

Sjáðu myndband: Fór í klippingu í fyrsta skipti í fimmtán ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona býr landsliðsmarkvörður Íslands – Sjáðu myndirnar

Svona býr landsliðsmarkvörður Íslands – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mikið sprell í brúðkaupi Sollu og Ella – Í kjól frá Aftur og Bríet tók lagið

Mikið sprell í brúðkaupi Sollu og Ella – Í kjól frá Aftur og Bríet tók lagið
Fókus
Fyrir 4 dögum

7 merki um að einhver sé að ljúga

7 merki um að einhver sé að ljúga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Barðist fyrir trommukjuða á Ed Sheeran: „Ég var alveg tilbúin til þess að standa þarna allt kvöldið“

Barðist fyrir trommukjuða á Ed Sheeran: „Ég var alveg tilbúin til þess að standa þarna allt kvöldið“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Við náðum loksins að losa Frikka frá þungum samningum við Bó“

„Við náðum loksins að losa Frikka frá þungum samningum við Bó“