fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Stína missti manninn sinn úr krabbameini – Talar opinskátt um kynlíf sem aðstandandi sjúklings: „Þetta var mjög mikil togstreita“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 18. apríl 2019 09:00

Stína talar opinskátt um tabú málefni til að hjálpa öðrum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Þórsdóttir, ACC markþjálfi, er nýr gestur hlaðvarps Krafts, Fokk ég er með krabbamein. Í þættinum ræðir Kristín um kynlíf og krabbamein, en Kristín, eða Stína eins og hún er oftast kölluð, hefur einmitt verið í samstarfi með Áslaugu Kristjánsdóttur, kynfræðingi, og hafa þær haldið fyrirlestra undir nafninu Kynkraftur, sem fjalla um um kynlíf og krabbamein, fyrir Kraft. Þar hefur Stína miðlað sinni reynslu sem aðstandandi krabbameinssjúklings, en eiginmaður hennar, Kristján Björn Tryggvason, oftast kallaður Kiddi, lést um mitt ár 2017 eftir hetjulega baráttu við krabbamein.

Margir mjög hneykslaðir

„Hann greindist upprunalega 2006 með heilaæxli,“ segir Stína í hlaðvarpsþættinum. Eftir tvær aðgerðir, lyfja- og geislameðferð var Kiddi laus við krabbameinið þremur árum síðar. Árið 2014 dundi annað áfall yfir.

„Svo árið 2014 þá tek ég eftir persónuleikabreytingum hjá honum. Hann var alltaf ljúfur eins og lamb en var orðinn pirraðri og reiðari og ekki hann sjálfur,“ segir Stína. „Svo byrjaði hann að fá aukin flogaköst sem var upprunalega ástæðan fyrir því að hann greindist.“

Kiddi fór í kjölfarið í segulómun og greindist með heilaæxli þann 1. maí árið 2015. Við tók aðgerð og lyfjameðferð en eftir þriðju aðgerðina var ljóst að lífslíkur Kidda voru ekki miklar. Því tóku hjónin ákvörðun, í samráði við lækna, um að hætta meðferð og töluðu opinskátt um það í fjölmiðlum.

„Það voru margir mjög hneykslaðir á þessari ákvörðun hjá okkur en við vorum mjög sátt.“

Kiddi og Stína.

„Mér fannst ég ógeðslega sjálfselsk þá“

Stína var 21 árs og Kiddi 24 ára þegar hann greindist.

„Við vorum ótrúlega ung og mjög virk í kynlífi áður þannig að þetta var mjög mikil breyting,“ segir Stína en bætir við að tíminn eftir að Kiddi læknaðist hafi í raun verið erfiðari þar sem meðferðir og lyf geti haft áhrif á allt kerfið, þar á meðal kynhvöt.

„Það var rosalega erfiður tími eftir að hann læknaðist,“ segir Stína. „Mín upplifun var sú að mér fannst þetta ótrúlega mikil höfnun, sem meikaði ekkert sens þá. Mér fannst ég ógeðslega sjálfselsk þá,“ bætir hún við. „Þetta var mjög mikil togstreita. Við höfðum alltaf talað mjög opinskátt um kynlíf áður, en sem var ástæðan fyrir því að kynlífið var frábært. Þarna einhvern veginn var farin að myndast klemma. Mér fannst ég ógeðslega ömurleg að vera alltaf gröð og honum fannst hann ekki nógu mikill karlmaður því hann var ekki til í tuskið.“

Abstrakt málverkið sem bjargaði kynlífinu

Stína fékk hugmynd til að blása lífi í kynlífið.

Stína talar opinskátt um vandræðalega og óþægilega hluti.

„Svo fékk ég geggjaða hugmynd. Ég sá bíómynd þar sem einhver korní gaur skrifaði niður hve oft hann stundaði kynlíf. Þetta var snilldarhugmynd því Kiddi var mikill kappsmaður. Ég spurði hann hvort við ættum að mála málverk saman,“ segir Stína. Hjónin keyptu stóran striga og máluðu hann rauðan og „í hvert sinn sem við stunduðum kynlíf skrifuðum við strik á strigann,“ segir hún og hlær. Þetta varð því að leik hjá hjónunum og margir dáðust að abstrakt málverkinu inni í svefnherbergi.

„Það var allt orðið svo gott en svo kemur höggið“

Þegar Kiddi greindist svo aftur með krabbamein var það mikið áfall.

„Það var allt orðið svo gott en svo kemur höggið,“ segir Stína og bætir við að þá hugsi maður ekki fyrst um kynlíf, mitt í allri óvissunni. Aftur fór samviskubitið yfir kynhvötinni að láta á sér kræla. „Ég er að horfa upp á manninn minn deyja, ég á ekki að vera gröð. Ég er ekki veiki aðilinn, ég get ekki slökkt á því að vera manneskja,“ segir Stína, sem ákvað að reyna hvað sem hún gæti til að losna við þessar tilfinningar. „Ég fór til kvensjúkdómalæknis og bað um að fá lyf eingöngu til að slökkva á kynhvöt,“ segir hún og bætir við að það hafi ekki verið hægt.

Stína opnaði sig fyrir stuttu í viðtali við DV og játaði að hún elskaði að tala um það sem væri tabú – eins og kynlíf og krabbamein, enda segir hún opna umræðu geta afstýrt mörgum árekstrum.

„Það þarf ekki að fara í ráðgjöf þegar að allt er komið í rugl,“ segir hún og hvetur þá sem greinast með krabbamein að fara í kynlífsráðgjöf. „Oft kemur fólk tíu árum of seint. Af hverju ekki að koma fyrr? Það er hægt að gera gott kynlíf betra.“

Hlaðvarpið í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún ólétt: „Bazev fjölskyldan stækkar. Við erum svo spennt!“

Hanna Rún ólétt: „Bazev fjölskyldan stækkar. Við erum svo spennt!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Auðunn kveður Hjörvar: „Þín verður sárt saknað vinur!“

Auðunn kveður Hjörvar: „Þín verður sárt saknað vinur!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flúði heimalandið og bjargar nú fólki á Íslandi: „Ef ég fer heim þá eru hundrað prósent líkur á því að ég verði drepinn“

Flúði heimalandið og bjargar nú fólki á Íslandi: „Ef ég fer heim þá eru hundrað prósent líkur á því að ég verði drepinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dramatískt þyngdartap Simon Cowell

Dramatískt þyngdartap Simon Cowell
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenskri verslun úthúðað á Facebook – Eigandinn segir fólk móðursjúkt og svarar fyrir sig: „Það sjá allir í gegnum svona þvaður“

Íslenskri verslun úthúðað á Facebook – Eigandinn segir fólk móðursjúkt og svarar fyrir sig: „Það sjá allir í gegnum svona þvaður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Miley Cyrus á krossgötum: Nýskilin, kaupir íbúð fyrir 300 milljónir og byrjuð með stelpu

Miley Cyrus á krossgötum: Nýskilin, kaupir íbúð fyrir 300 milljónir og byrjuð með stelpu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þau sjá um Áramótaskaupið í ár

Þau sjá um Áramótaskaupið í ár
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram: „Vaskaðu upp Bubbi“

Vikan á Instagram: „Vaskaðu upp Bubbi“