fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Tiger hugsar um kynlífshneykslið á hverjum degi: „Hann missti allt“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 13:00

Endurkoma Tiger.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferill og einkalíf golfarans Tiger Woods var í molum fyrir tæpum áratug, en árið 2009, daginn fyrir Þakkargjörðarhátíðina, klessti hann á fyrir utan glæsihýsi sitt í Flórída. Þáverandi eiginkona hans, Elin Nordegren, notaði tvær golfkylfur til að brjóta afturrúður í bílnum og sagði við lögreglu að hún hefði gert það til að bjarga Tiger úr flakinu. Hins vegar var mikið talað um að hún hefði gert þetta í kjölfar rifrildis.

Þetta óhapp kom af stað ófyrirsjáanlegri atburðarrás þar sem fjöldi kvenna steig fram og sagðist hafa átt í kynlífssambandi með kvænta golfaranum. Á nokkrum mánuðum missti Tiger alla styrktaraðila sína, golfferillinn fór hratt niður á við, en það sem hafði líklegast mest áhrif á golfarann var að Elin skildi við hann í skugga framhjáhaldsásakana.

„Hann missti allt,“ segir heimildarmaður People um þennan skandal. „Og þetta var erfitt í langan tíma. Hann komst að því hverjir vinir hans voru.“

Heimildarmaðurinn segir að þessi skandall sé langt því frá gleymdur, en að Tiger sé loksins búinn að koma sveiflunni í gott lag eftir frábæran sigur á Masters mótinu um helgina.

„Hann hugsar enn um kynlífsskandalinn á hverjum degi,“ segir ónefndi heimildarmaðurinn. „Þetta er alltaf í huga hans. Hann vill ekki tala um þetta – eða eitthvað sem gerðist á þessum tíma í lífi hans. Þetta er honum sársaukafullt. En hann lifði þetta af og gerði sig að betri manni.“

Sigurinn á Mastersmótinu tryggði Tiger fyrsta stóra titilinn sinn í ellefu ár og voru börnin hans, Charlie, tíu ára, og Sam, ellefu ára, á staðnum til að verða vitni að þessu afreki föður síns. Heimildarmaður People segir að Tiger og Elin séu vinir í dag og deili forræði yfir börnunum.

„Þau vinna vel saman núna,“ segir hann. „Þau eru bæði fullorðnir einstaklingar sem hafa fundið út úr því sem virkar best fyrir þau og börnin. Það er enginn ágreiningur og öllum kemur vel saman. Þau fóru í gegnum dimman tíma sem fjölskylda og þó fjölskyldan líti öðruvísi út núna þá eru þau hamingjusöm.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Einar Páll, Kristján og Sísí taka magnaða ábreiðu af Shallow – Sjáðu myndbandið

Einar Páll, Kristján og Sísí taka magnaða ábreiðu af Shallow – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég varð mjög fegin þegar ég sá nýjan dag byrja“

„Ég varð mjög fegin þegar ég sá nýjan dag byrja“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórkostleg mismæli Gísla Marteins í beinni: „Óvænti brandari kvöldsins“

Stórkostleg mismæli Gísla Marteins í beinni: „Óvænti brandari kvöldsins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægir dressa sig upp í Hataraklæðnaði: „Hatrið mun sigra“

Frægir dressa sig upp í Hataraklæðnaði: „Hatrið mun sigra“