fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Myndirnar hans Klemens rugla aðdáendur í ríminu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klemens Hannigan, annar söngvari Hatara, birti myndaröð á Instagram á sunnudag sem hefur heldur betur ruglað aðdáendur í ríminu.

Á myndunum sést eins konar hásæti sem minnir um margt á hásætið sem Matthías Tryggvi Haraldsson, hinn söngvari Hatara, er borinn á í tónlistarmyndbandinu við Hatrið mun sigra.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by klemens (@klemens_a.k.a_post_thong) on

Nú eru aðdáendur, til dæmis á aðdáendasíðu Hatara á Facebook, ruglaðir í ríminu yfir því hvort hásætið verði með í sýningunni í Tel Aviv um miðbik maí, en eins og flestir muna gekk Matthías inn á sviðið til sigurs í Söngvakeppninni og hásætið var víðs fjarri.

Það eru hæg heimatökin fyrir Hataraliða að brydda upp á sniðugum lausnum í sviðsmynd þar sem Klemens er útskrifaður húsgagnasmiður frá Tækniskólanum og hannaði og smíðaði sviðsmyndina í myndbandinu við Hatrið mun sigra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sextán ára að gefa út tónlist: „Fólk veit ekkert hvernig ég er í alvörunni“

Sextán ára að gefa út tónlist: „Fólk veit ekkert hvernig ég er í alvörunni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

DV leikur sér að heitasta filternum á Snapchat – Sjáið myndirnar

DV leikur sér að heitasta filternum á Snapchat – Sjáið myndirnar