fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Herra Brennslan 2019 krýndur – Rúrik: „Ég er mjög stoltur af þeim“

Fókus
Mánudaginn 15. apríl 2019 09:56

Skjáskot/Vísir.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herra Brennslan 2019 er fyrsta fegurðarsamkeppni karla á Íslandi í tólf ár. Brennslan er útvarpsþáttur á FM957 og eru keppendur þáttastjórnendur Brennslunnar, þeir Hjörvar Hafliðason, Ríkharð Óskar Guðnason og Kjartan Atli Kjartansson.

Dómnefndina skipa sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason, fitnessdrottningarnar Margrét Gnarr og Unnur Kristín, fótboltamaðurinn Rúrik Gíslason og áhrifavaldurinn og athafnakonan Manuela Ósk.

Rúrik Gíslason var með í gegnum FaceTime. Keppnin fór fram í hljóðveri FM957 og var sýnd í beinni í samtengdri útsendingu FM957 og Vísis.

Fyrst komu keppendurnir fram á nærfötum og gengu um hljóðverið í kringum dómarana. Síðan komu þeir fram í kvöldfötum. Að lokum svöruðu þeir nokkrum spurningum, eins og hverju þeir myndu breyta í heiminum ef þeir gætu breytt einhverju.

Áður en keppnin byrjar segir Sindri að það sé mikil spenna á milli strákanna vegna keppninnar. Stefán Árni, kynnir keppninnar, tekur undir og segir að þeir hafa ekki verið vinir síðustu vikur.

Skjáskot/Vísir.is

Hjörvar sló í gegn á nærfötunum

„Rikki og Kjartan hefðu mátt vera með aðeins meiri orku, vantaði brosið. En báðir gullfallegir auðvitað. Greinilega búnir að vera að æfa stíft fyrir þetta. Mér fannst Hjörvar vera bestur í þessari lotu,“ segir Margrét Gnarr eftir nærfatalotuna.

Manuela er sammála Margréti og hefði viljað sjá Rikka og Kjartan taka sér meiri tíma.

Sindri segist vera ósammála, hann segir að honum finnist Rikki bestur. Hann bætir við að hann þekki alla drengina og finnst persónuleiki Rikka bestur af þeim þremur.  „Ég held að þetta sé no brainer,“ segir Sindri.

„Mér finnst þeir ekkert standa sig neitt eðlilega vel,“ segir Rúrik eftir kvöldklæðnaðinn. „Ég er mjög stoltur af þeim.“

Skjáskot/Vísir.is

Hafa misst samanlagt 40 kíló

Í samtali við Stefán segjast keppendurnir hafa misst samanlagt 40 kíló. Ríkharð hefur misst 14 kíló frá því að hann gifti sig í desember. Kjartan Atli hefur misst níu kíló og þakkar sérstaklega Gillz og eiginkonu sinni fyrir aðstoðina. Hjörvar hefur misst 17 kíló.

Sigurvegararnir

Vísistrákurinn 2019: Ríkharð Óskar Guðnason.

Vísisstrákurinn var netkosning á Vísi. Það munaði einu prósenti á fyrsta og öðru sæti. Í þriðja sæti með 25 prósent atkvæða er Kjartan Atli Kjartansson. Í öðru sæti er Hjörvar Hafliðason með 27 prósent. Í fyrsta sæti með 38 prósent atkvæða er Ríkharð Óskar Guðnason.

Veet-strákurinn 2019: Kjartan Atli Kjartansson.

Brennslukroppur 2019: Hjörvar Hafliðason.

Herra Brennslan 2019: Ríkharð Óskar Guðnason.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Er þetta eftirsóttasti leikarinn í Hollywood í dag?

Er þetta eftirsóttasti leikarinn í Hollywood í dag?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jakob sagður eiga að skammast sín af Elínu „Jakob Frímann. Þú ert mengaður. Mengaður af fordómum, þekkingarleysi og fyrirlitningu“

Jakob sagður eiga að skammast sín af Elínu „Jakob Frímann. Þú ert mengaður. Mengaður af fordómum, þekkingarleysi og fyrirlitningu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lilja hlaut Blóðdropann 2019: „Svik standa upp úr á sterku ári“

Lilja hlaut Blóðdropann 2019: „Svik standa upp úr á sterku ári“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eru börn að fá horn vegna snjallsímanotkunar? – Ný rannsókn bendir til þess

Eru börn að fá horn vegna snjallsímanotkunar? – Ný rannsókn bendir til þess