fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Upprennandi uppistandari – „Ég fann að þetta var eitthvað fyrir mig“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 14. apríl 2019 19:48

Mynd úr einkasafni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lolly Magg er upprennandi uppistandari frá Akranesi. Undanfarin þrjú ár hefur hún verið að dýfa tánum í íslensku uppistandslaugina en í sumar ætlar hún að stinga sér til sunds. Lolly kemur fram á skemmtistaðnum Secret Cellar þann 1. júlí á vegum Reykjavík Fringe Festival.

Aðspurð segir Lolly sækja innblástur í uppistandið að miklu leyti til fjölskyldu sinnar og æskuára.

„Ég á mjög skrýtna fjölskyldu og sæki rosa mikinn innblástur þangað. Þegar ég var unglingur var ég með útlitsdýrkunarbrjálæði og lítið sjálfstraust þannig ég kem svolítið inn á það. Maður finnur sína sterkustu hlið, og mínar sterkustu hliðar eru að gera skrýtin svipbrigði í andlitið, bulltungumál og söngur, þannig ég reyni að möndla eitthvað skemmtilegt úr því.“

Lolly hefur einnig starfrækt hópinn Pöbba-Rödd ásamt þeim Lovísu Láru og Ársæli Hrafni. Pöbba-Rödd er fjöllistahópur sem heldur mánaðarlega svokölluð „open mic“ kvöld á Akranesi. Þar er öllum velkomið að grípa í míkrafóninn og koma fram.

„Það er í rauninni ekki bara uppistand, það má gera hvað sem er. Syngja, steppdans eða bara hvað sem fólki dettur í hug.“

Það má segja að Lolly hafi byrjað í uppistandi fyrir tilviljun en Ársæll vinur hennar skráði hana óvænt í uppistand á Bar 11.

„Mér datt ekki í hug að ég myndi einhvern tímann skrá mig í þetta en síðan fann ég bara að þetta var eitthvað sem virkaði fyrir mig.“

Lolly er með mikinn athyglisbrest og undirbýr sig þess vegna gríðarlega vel fyrir uppistandið til að passa að hún missi ekki þráðinn.

„Það skiptir samt ekki máli hversu vel undirbúinn maður er fyrir uppistand því það eru alltaf mismunandi áhorfendur sem taka á móti manni og maður verður svolítið að spila sig eftir þeim. Ég reyni alltaf að vera það vel undirbúin að ég geti brugðist við því sem er að gerast úti í sal, eða reynt á einhvern hátt að fá áhorfendur með mér, án þess að týna þræðinum!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

DV tónlist: Bófadans með Andra Má

DV tónlist: Bófadans með Andra Má
Fókus
Í gær

Skildi við karlinn eftir 11 ára hjónaband: Er nú í sambandi með tveimur körlum og einni konu

Skildi við karlinn eftir 11 ára hjónaband: Er nú í sambandi með tveimur körlum og einni konu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Illuga blöskrar ákveðið atvik á Grímunni: „Meiri ömurlegur dónaskapur var þetta!“

Illuga blöskrar ákveðið atvik á Grímunni: „Meiri ömurlegur dónaskapur var þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún vildi bara hina fullkomnu matarmynd

Hún vildi bara hina fullkomnu matarmynd
Fókus
Fyrir 4 dögum

Daði Freyr breiðir yfir eitt vinsælasta lag heims – Gefur út plötu á miðnætti

Daði Freyr breiðir yfir eitt vinsælasta lag heims – Gefur út plötu á miðnætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bíómyndin sem er að gera allt vitlaust: Fólk stóð upp og gekk út af frumsýningunni

Bíómyndin sem er að gera allt vitlaust: Fólk stóð upp og gekk út af frumsýningunni