fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Rikka safnar orku eftir annasamar vikur – Atli trítar börnin því „mamman þarf að djamma“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 12. apríl 2019 14:00

Skemmtileg helgi í uppsiglingu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgina nálgast með hraði og við á DV höfum það fyrir venju á föstudögum að spyrja nokkra Íslendinga hvernig þeir ætli að eyða helginni.

Brunar á milli Reykjavíkur og Akraness

Levélin að störfum.

Trommarinn og kennarinn Gunnar Leó Pálsson, sem gengur oft undir nafninu Levélin vegna atorkusemi, hefur í nægu að snúast um helgina, eins og vanalega.

„Ég er núna á leiðinni upp á Akranes að æfa fyrir Söngvakeppni framhaldsskólanna sem fer fram annað kvöld og verður sýnd í beinni á RÚV,“ segir Gunnar glaður í bragði. Slík keppni væri nóg helgarvinna fyrir venjulegan mann, en það er Gunnar svo sannarlega ekki. „Ég hef smá tíma á milli æfinga keppninni til að bruna í bæinn og taka smá „soundcheck“ og spila á Alanis Morissette Tribute tónleikum á Hard Rock Café í kvöld. Það er gaman að segja frá því að þrjú af okkur sem standa að tónleikunum kynntust þegar við sungum bakraddir í lagi Ara Ólafssonar, Our Choice, í Eurovision í fyrra,“ segir Gunnar, en á tónleikunum verður verðlaunaplatan Jagged Little Pill spiluð af ástríðu. Svo verður laugardeginum eytt uppi á Skaga.

„Morgundagurin ner stífur á Akranesi. Það er hljóðprufa, general prufa og svo „show“-ið sjálf. Ég þarf að vera þarna frá morgni til kvölds. Þetta er skemmtilegt, en leiðinlegast við þetta er að ég missi af Stjarnan – ÍR í úrslitunum í körfubolta. Það hrikalega leiðnilegt að missa af því þar sem ég er mikill körfuboltamaður,“ segir Gunnar. Á sunnudaginn ætlar hann síðan að gera vel við sína heittelskuðu, Eurovision-stjörnuna Maríu Ólafs.

„Já, ég þarf að vera góður við stjörnuna í lífinu mínu,“ segir hann og brosir. „Ég ætla að hlaða batterín og æfa mig fyrir næstu verkefni sem eru Aldamótatónleikarnir í Háskólabíói.“

Safnar orku

Friðrika Hjördís Geirsdóttir, ritstjóri ferðavefs mbl.is og Iceland Monitor, sem í daglegu tali er kölluð Rikka, hefur verið á ferð og flugi síðustu helgar og nú er komið að afslöppun.

Rikka slappar af.

„Um helgina ætla ég að einblína á það að hvíla mig og safna orku en undanfarnar vikur hafa verið ansi annasamar,“ segir Rikka, en þeir sem hana þekkja vita að hún hefur ávallt eitthvað sniðugt á prjónunum. „Ætli ég læðist ekki í einhverja líkamsrækt og fari í sund. Annars er ég afskaplega hrifin af skyndiákvörðunum og tek þær óspart,“ segir hún kankvís.

„Ég trúi ekki að ég hafi sagt slaka á!“

Þetta er sérstök helgi hjá leikkonunni Andreu Ösp Karlsdóttur.

Ég er í fríi um helgina, ótrúlegt en satt,“ segir hún og hlær dátt. „Við vorum að klára sýningar á Rauðhettu með Leikhópnum Lottu og erum byrjuð að æfa Litlu hafmeyjuna sem frumsýnd verður 22. maí í Elliðaárdalnum. Ég ætla því að nýta helgina vel og eyða tíma með fjölskyldu og vinum. Ég er að fara í matarboð og vinkonuhitting í kvöld, svo ætla ég að halda fjölskyldu matarboð annað kvöld og slaka á á sunnudaginn,“ segir hún, kampakát og trúir varla sínum eigin eyrum. „Ég trúi ekki að ég hafi sagt slaka á! Ji, hvað ég hlakka til að gera ekki neitt, ég á örfáa slíka daga á ári og nýt þeirra í botn!“

Andrea Ösp er hæfileikarík með eindæmum.

„Maður verður líka að lifa“

Það má með sanni segja að helgin einkennist af menningu og heilsu hjá fjölmiðlakonunni Helgu Arnardóttur.

„Ég byrjaði helgarplönin á fimmtudegi með því að fara á leiksýninguna Súper í Þjóðleikhúsinu á fimmtudagskvöld og mæli með henni við alla. Ætla að halda leikhúslífinu áfram og fara á Jónsmessunæturdraum í Þjóðleikhúsinu á í kvöld,“ segir Helga og heldur áfram.

Helga er ástríðufull í sinni vinnu.

„Helgin fer líka í vinnu við að búa til hljóðvörp fyrir nýju hljóðvarps/podcast rásina mína Lifum lengur. Fyrsti þátturinn er kominn inn á iTunes og hægt er að finna hljóðvarpið mitt undir nafninu Lifum lengur á podcast appinu í Iphone og Android símum. Hljóðvarpið verður sjálfstætt framhald af sjónvarpsþáttunum Lifum lengur sem voru sýndir á Sjónvarpi Símans Premium í byrjun árs. Ég ætla að halda áfram að fjalla um heilsu og lykilstoðir hennar út frá öllum sjónarhornum, til dæmis hvernig við getum breytt mataræðinu okkar með lítilsháttar breytingum, dregið úr sykuráti, byrjað að hreyfa okkur án þess endilega að fara alltaf í ræktina, hvernig við getum látið okkur líða betur andlega og líkamlega og bætt svefninn okkar svo eitthvað sé nefnt.“

Það er Helgu mikið hjartans mál að fræða landann um allt sem viðkemur heilsu og talar um málefnið af mikilli ástríðu.

„Ég finn hvernig fólk kallar meira eftir hljóðvarpsefni á íslensku og ég held að það séu margir spenntir fyrir heilsufarinu í dag og hvernig má bæta það. Stundum þarf að gera svo litlar breytingar til að líða miklu betur. Ég hugsa samt að öll helgin fari samt ekki í vinnu, það er bannað. Maður verður líka að lifa,“ segir hún og bætir við: „Ætli ég fari ekki í hot jóga því ég verð krónískt bakveik ef ég hreyfi mig ekki og svo fer ég líklega í skemmtilegt pönnsupartí hjá kærri vinkonu sem býður vinum sínum og fjölskyldu upp á pönnukökur alla laugardagsmorgna.“

Svakaleg helgi með börnunum

Atli er orðheppinn og skemmtilegur.

Loks er komið að markaðsstjóranum og skemmtikraftinum Atla Þór Albertssyni. Það stendur ekki á svörunum hjá honum frekar en fyrri daginn.

„Úff, þetta verður svo svakaleg helgi. Samt ekki. Eða kannski samt. Síðasta helgi fór í sjálfsdekur og rómantík. Þessi helgi fer í að láta börnin mín finnast að pabbi þeirra sé snillingur. Ég verð einn með þeim þar sem mamman þarf að djamma,“ segir Atli, sem er enn að jafna sig eftir síðustu helgi.

„Grínlaust, um síðustu helgi fór ég í tvisvar sinnum í spa. Gisti á rómantísku sveitahóteli. Út að borða í Reykholti. Borða í Krauma. Borða á Geira Smart. Brunch á Vox. Uppistand með Mið Ísland. Heitur pottur á sunnudagskvöld eftir tryllta helgi. Þarna var ég að tríta konuna mína. Börnin fá eitthvað svipað. Ég lýsi eftir tillögu. Annars fer ég með þær í bíó eða á Þitt eigið leikrit. Þau eru búin að sjá Ronju,“ segir Atli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“
Fókus
Í gær

Þetta halda útlendingar um okkur: „Næstum hver einasti Íslendingur á hest“

Þetta halda útlendingar um okkur: „Næstum hver einasti Íslendingur á hest“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenskir karlmenn æfir yfir misskilningi um kvenkyns 007 – „Er Dagur B. Eggerts að leikstýra myndinni?“

Íslenskir karlmenn æfir yfir misskilningi um kvenkyns 007 – „Er Dagur B. Eggerts að leikstýra myndinni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nornadans og galdrar í Skarðsdalsskógi – Sjáðu myndbandið

Nornadans og galdrar í Skarðsdalsskógi – Sjáðu myndbandið