fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Kristín Þóra um móðurhlutverkið og leiklistina: „Maður lætur það bara ganga“

Fókus
Föstudaginn 12. apríl 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef trú á því að kvikmyndir og bara listir ýti undir samkennd og tengi okkur saman á einhvern hátt. Mér finnst gaman að taka þátt í því,“ segir Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona.

Kristín er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti dægurmáladeildar DV þar sem umræðan var um drauma, heim fíknar og ekki síður „múltítaskið“ sem fylgir því að vera foreldri og í leiklist. Kristín útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2007 og fékk fastráðningu hjá Leikfélagi Akureyrar. Síðan þá hefur hún komið fram í ýmsum hlutverkum, á sviði og í þáttum og kvikmyndum.

Þá hlaut Kristín Edduverðlaun fyrir leikkonu ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni Lof mér að falla. Á hátíðinni er óhætt að segja að leikkonan hafi stolið senunni þegar hún hélt tilfinningaþrungna ræðu þar sem hún átti erfitt með að halda aftur tárunum. Þá sagði Kristín: „Mig langar til að segja eitthvað sem fær stjórnvöld til að halda neyðarfund strax á morgun.“ Undir lok ræðunnar stóðu margir í salnum upp en Kristín endaði ræðu sína á þessum mikilvægu skilaboðum:

„Það er fullt af þekkingu í landinu um fíkn. Við verðum að gera eitthvað. Ekki bara tala um þetta eftir bíómyndir. Ég hvet stjórnvöld til að horfa á þessa mynd og muna að hún er sönn og bara drullist til að gera eitthvað.“

Kristín segir í hlaðvarpinu að augljóst sé að aðstoð fyrir fíkla eða aðstandendur sé ábótavant. „Til dæmis kom það mér á óvart að það sé ekki kynjaskipt meðferð, þá er ég að tala um þessa tíu daga á Vogi, að það sé ekki hægt að fara í afeitrun,“ segir hún. Jafnframt þykir henni meðferðarkerfið á Íslandi ekki hlúa að einstaklingum þegar þeir eru nýkomnir út úr meðferð. „Þú kannski nærð að afeitra kroppinn en þá er samt svo mikið eftir.“

„Maður lætur það bara ganga“

Spurð að því hvort henni þyki erfitt að horfa á sjálfa sig á skjánum rekur Kristín söguna af frumsýningarkvöldi kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Segist leikkonan hafa verið í „blakkáti“ þegar hún horfði á sig í fyrsta skiptið. Að hennar sögn sat hún þá sveitt og stressuð á frumsýningunni og ber reynsluna saman við tilfellin þegar hún frumsýnir leikverk á sviði. „Í leikhúsinu getur maður allavega verið að gera eitthvað á frumsýningunni, en þarna sat ég í sparifötunum í algeru blakkáti, að hugsa um lítil smáatriði sem kannski enginn annar pælir í. En þetta snýst ekki um mig,“ segir hún.

Það er nóg um að vera hjá Kristínu um þessar mundir. Hún vinnur hörðum höndum að undirbúa sýninguna Loddarinn eftir franska leikskáldið Molière fyrir Þjóðleikhúsið, en verkið verður frumsýnt undir lok mánaðarins. Þess að auki á hún von á sínu þriðja barni í sumar. Þegar sú spurning kemur upp um hvernig tekst að ná jafnvægi á starfssviði leiklistar og fjölskyldulífinu segir Kristín mjög skýrt: „Það er mjög mikið púsluspil. Maður lætur það bara ganga, en maður er líka að vinna eitthvað sem maður hefur ástríðu fyrir og vonar að maður sé góð fyrirmynd hvað það varðar.“

Hlusta má á hlaðvarpsþátt dægurmáladeildar í heild sinni hér fyrir neðan:

Hægt er að gerast áskrifandi að hlaðvarpinu á Spotify og Podcast-appinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“
Fókus
Í gær

Þetta halda útlendingar um okkur: „Næstum hver einasti Íslendingur á hest“

Þetta halda útlendingar um okkur: „Næstum hver einasti Íslendingur á hest“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenskir karlmenn æfir yfir misskilningi um kvenkyns 007 – „Er Dagur B. Eggerts að leikstýra myndinni?“

Íslenskir karlmenn æfir yfir misskilningi um kvenkyns 007 – „Er Dagur B. Eggerts að leikstýra myndinni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nornadans og galdrar í Skarðsdalsskógi – Sjáðu myndbandið

Nornadans og galdrar í Skarðsdalsskógi – Sjáðu myndbandið