fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Angelina Jolie vill fá Brad Pitt aftur: „Hún vill ekki sleppa“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir og Fókus
Föstudaginn 12. apríl 2019 18:30

Brad og Angelina þegar að allt lék í lyndi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru liðin tvö og hálft ár síðan að leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað við leikarann Brad Pitt eftir tveggja ára hjónaband. Nú heldur breska blaðið The Sun því fram að Angelina vilji ekki skilja heldur vilji Brad aftur, en enn á eftir að ganga formlega frá skilnaðarpappírunum.

„Angelina hefur gert Brad það ljóst að hún vilji byrja með honum aftur,“ segir ónefndur heimildarmaður í samtali við The Sun. Samkvæmt greininni er þetta ástæðan fyrir því að Angelina hefur dregið lappirnar í skilnaðardeilunni. Hún ku vilja draga málið á langinn svo Brad hugsanlega vilji stofna aftur til sambands.

„Hún vill að þau verði fjölskylda aftur og getur ekki haldið áfram með líf sitt,“ segir heimildarmaður The Sun. „Þess vegna gerir hún Brad svo erfitt að skilja.“

Brad vill skilja

Þá er því einnig haldið fram að Brad vilji ekki byrja með Angelinu aftur en að hann vilji halda sambandinu vinalegu fyrir börnin. Börnin sem Brad og Angelina hafa alið upp saman eru sex talsins.

„Hann vill bara ganga frá þessu. Í raun og veru hefði verið hægt að ljúka þessu máli fyrir rúmlega ári en hún vill ekki sleppa.“

Brad og Angelina eiga sex börn.

Angelina hefur sést mikið með börnunum, Maddox, 17 ára, Pax, 15 ára, Zahara, 14 ára, Shiloh, 12 ára og tvíburunum Knox og Vivienne, 10 ára. Brad heldur hins vegar tíma sínum með krökkunum út af fyrir sig og hefur ekki gefið ljósmyndurum færi á að mynda sig með þeim. Fjölmiðlar greindu frá því í nóvember á síðasta ári að þau hefðu náð sáttum hvað varðar forræði yfir börnunum.

Angelina og Brad kynntust við tökur á kvikmyndinni Mr. And Mrs. Smith árið 2005. Því hefur verið staðfastlega haldið fram að þau hafi fellt hugi saman við tökur á myndinni og er um að ræða einn mesta skandal Hollywood-sögunnar, þar sem Angelina er enn í dag sökuð um að rústa hjónabandi Brad Pitt og Jennifer Aniston, en þau skildu í október árið 2005. Angelina og Brad gengu í það heilaga árið 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“
Fókus
Í gær

Þetta halda útlendingar um okkur: „Næstum hver einasti Íslendingur á hest“

Þetta halda útlendingar um okkur: „Næstum hver einasti Íslendingur á hest“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenskir karlmenn æfir yfir misskilningi um kvenkyns 007 – „Er Dagur B. Eggerts að leikstýra myndinni?“

Íslenskir karlmenn æfir yfir misskilningi um kvenkyns 007 – „Er Dagur B. Eggerts að leikstýra myndinni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nornadans og galdrar í Skarðsdalsskógi – Sjáðu myndbandið

Nornadans og galdrar í Skarðsdalsskógi – Sjáðu myndbandið