fbpx
Mánudagur 14.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Jón Ásgeir um skilnaðinn: „Ég tók því nú ekkert vel“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson segist hafa tekið illa í skilnað foreldra hans, Ásu og Jóhannesar, á sínum tíma. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Sigmund Erni Rúnarsson á Hringbraut.

„Ég tók því nú ekkert vel. En ég held að börn geri það aldrei, á hvaða aldri sem þau eru. En þetta var þeirra ákvörðun. Þau unnu samt saman lengi eftir það.“

Voru þau vinir?

„Þau voru vinir já,“ svaraði Jón Ásgeir.

Þrátt fyrir allt?

„Þrátt fyrir allt. Kannski ekki fyrstu árin en svo jafnaði það sig.“

Sjálfur skildirðu líka, hversu erfitt var það?

„Það er erfitt,“ svaraði Jón Ásgeir. „Ég held að skilnaðir séu erfiðir, hvað sem fólk segir.“

Var það vegna þess að þú tókst vinnuna fram yfir allt?

„Þessi fyrstu Bónusár var vinnutíminn, ja, þú fórst svona sjö, átta, eða vaknaðir sjö og varst kominn heim um tíu leytið,“ svaraði Jón Ásgeir sem í mörg ár vann langt fram á kvöld. „Það var svona venjulegur dagur og síðan varstu að vinna um helgar líka, sjá um Bókhaldið, svona fyrstu árin.“

Eftir á að hyggja, fannst þér þú kannski missa af börnunum þínum?

„Já, það má alveg segja það. Það gerist,“ svaraði Jón Ásgeir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hödd hætt að drekka: „Áfengi hefur verið mér svo mikil skömm“

Hödd hætt að drekka: „Áfengi hefur verið mér svo mikil skömm“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er Joker hættulegasta kvikmynd ársins?

Er Joker hættulegasta kvikmynd ársins?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hjörvar Ingi stundar umdeilda „trophy“-veiði: „Þetta snýst ekkert endilega um það að drepa“

Hjörvar Ingi stundar umdeilda „trophy“-veiði: „Þetta snýst ekkert endilega um það að drepa“
Fókus
Fyrir 2 dögum

10 vísbendingar um að Frozen 2 gerist á Íslandi – Sjáðu myndirnar

10 vísbendingar um að Frozen 2 gerist á Íslandi – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Landhelgisgæslan sendi út þyrlu til að bjarga bangsa

Landhelgisgæslan sendi út þyrlu til að bjarga bangsa
Fókus
Fyrir 3 dögum

Benni Brynleifs yngir upp – Nýja kærastan 17 árum yngri

Benni Brynleifs yngir upp – Nýja kærastan 17 árum yngri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgir Hákon segist vera hættur í neyslu: „Það vill engin verða ofbeldismaður eða ógæfumaður“

Birgir Hákon segist vera hættur í neyslu: „Það vill engin verða ofbeldismaður eða ógæfumaður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Pierce Brosnan er á Íslandi

Pierce Brosnan er á Íslandi