fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Einbýlishús á Eyrarbakka vekur furðu: „Nú hef ég gert upp nokkrar rottuholur í gegnum tíðina…“

Fókus
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 11:09

Húsið umrædda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einbýlishúsið Skúmsstaðir 2 á Eyrarbakka er til sölu og hægt er að festa kaup á húsinu á tíu milljónir króna. Húsið er tæplega 150 fermetrar og telst það því ekki hátt verð, nema þegar skyggnst er inn í húsið sem er í niðurníslu.

Húsið.

„Húsið hefur staðið opið og óupphitað er í niðurníslu og þarfnast gagngerra endurbóta að utan sem innan,“ stendur í fasteignaauglýsingunni, sem hefur verið deilt talsvert á samfélagsmiðlum.

Einn ónefndur Facebook-ari hefur þetta um húsið að segja:

„Nú hef ég gert upp nokkrar rottuholur í gegnum tíðina, en meira að segja ég fæ hermannaveiki við að skoða myndirnar af þessari. Ég veit það samt að mig mun langa í þetta eftir tvo kaffibolla.“

Húsið var byggt árið 1937 og er búið fimm svefnherbergjum. Fullkomið fyrir laghenta eða glórulaus kaup – það er svo smekksatriði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki