fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Jónsmessunæturdraumur Þjóðleikhússins fær hræðilega dóma: „Innihaldslítill glingurglundroði“

Fókus
Fimmtudaginn 7. mars 2019 09:43

Gagnrýnandi Fréttablaðsins er ekki hrifinn. Mynd: Þjóðleikhúsið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Um síðustu helgi frumsýndi Þjóðleikhúsið Jónsmessunæturdraum eftir William Shakespeare, í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns, á stóra sviðinu. Verkið er ærslafullur gaman leikur um ást, öfund og losta í fjölbreyttum og stundum forvitnilegum formum en allt fer vel að lokum. En þó leikritið endi farsællega þýðir það ekki að sýningin fari á sama veg …“

Á þessa leið hefst leikdómur Sigríðar Jónsdóttur í Fréttablaðinu um leikritið Jónsmessunæturdraumur eftir William Shakespeare. Sigríður segir leikritið vera heillandi í byrjun.

„Hilmar Jónsson, leikstjóri sýningarinnar, kynnir persónur verksins á ferskan máta og býr til lifandi umhverfi þar sem ólíkir söguþræðir samtvinnast á sviðinu, leikarar lauma sér inn og út úr hótelherbergjum og spjalla þess á milli,“ skrifar Sigríður en bætir við: „En þessi ágæta stemming varir stutt og fljótlega dettur botninn úr sýningunni. Áhugaverðu hugmyndirnar sem kynntar voru til sögunnar í byrjun birtast ekki aftur, hótelið er yfirgefið og skelin notuð til að tákna töfraskóginn þar sem unga fólkið týnist, en þar týnist leikritið líka.“

Atli Rafn sérstaklega áhugalaus

Þá segir Sigríður það ósanngjarnt að leggja burðarhlutverk á þrjá lítið reynda leikara, þau Odd Júlíusson, Þóreyju Birgisdóttur og Eygló Hilmarsdóttur. Hún er ekki parhrifin af reynslumeiri leikurum í sýningunni.

Guðjón Davíð og Atli Rafn.

„Hinn duldi drifkraftur Jónsmessunæturdraums er hið tvíeggja tvenndarsamband aðalsfólksins Þeseifs og Hippólítu annars vegar og huldufólksins Óberons og Títaníu hins vegar. Ástríða þeirra og vélanir Þeseifs/Óberons hrinda öllu af stað. Yfirleitt eru þessi hlutverk leikin af sömu tveimur leikurunum og í þetta skiptið eru það Atli Rafn Sigurðarson og Birgitta Birgisdóttir sem eiga að tendra ástríðubálið. Ekki heppnast það betur en svo að þau eru bæði aftengd og áhugalaus, þá sérstaklega Atli Rafn. Birgitta bylgjast um sviðið af munúð en kveikir aldrei tilfinningalegt líf í Títaníu. Atli spígsporar um hjúpaður gervidemöntum og kaldhæðni sem hefta hann frekar en frelsa,“ skrifar Sigríður og heldur áfram.

„Búkki, hin tvíhyrnda hjálparhella Óberons, er leikinn af Guðjóni Davíð Karlssyni af miklum móð en persónutöfrana vantar. Samband hans og Óberons á að vera á hómóerótísku nótunum sem heppnast illa vegna þess að undirbygginguna vantar. Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur hlutverk Bossa og ætti að vera kjörin í hlutverkið. En hún leitar aftur í gamla dragkóngatakta sem hentar verkinu illa, Bossi æðir um á skjön við alla og verður truflandi afl í framvindunni.“

Of mikil áhersla á skyndilausnir

Sigríður segir listræna umgjörð töfrandi en að leikmynd og búningar skorti heildarmynd, líkt og stykkið sjálft. Heilt yfir var Sigríður fyrir vonbrigðum með uppfærsluna.

„Samband Þjóðleikhússins við höfuðskáld Bretlandseyjanna hefur verið brokkgengt á síðustu árum og ekki skánar það með Jónsmessunæturdraumi. Þýðing Þórarins Eldjárns er ágæt en túlkun listrænna stjórnenda nær aldrei neinni dýpt. Hilmar skortir samræmda hugmyndafræði og er sýningin samansett úr stökum atriðum sem hann nær aldrei að bræða saman. Leikararnir virðast vera að leika í mismunandi sýningum, hver og einn með mismunandi nálgun. Alltof mikil áhersla er lögð á umgjörðina og sniðugar skyndilausnir frekar en að sýna bæði textanum og áhorfendum þá virðingu sem þau eiga skilið,“ skrifar Sigríður. Og niðurstaðan er: „Innihaldslítill glingurglundroði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“