fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Lengsta Marvel mynd sögunnar í vændum

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll merki benda til þess að nýjasta myndin frá Marvel-færibandinu, Avengers: Endgame, verði þrír klukkutímar að lengd. Þetta staðfesta leikstjórar myndarinnar, bræðurnir Joe og Anthony Russo í samtali við Collider, og kemur þetta einnig fram á nýuppfærðri IMDb-síðu myndarinnar.

Lengd myndarinnar er þrír tímar og tvær mínútur, sem einhverjir bíógestir telja eflaust vera í lengri kantinum. Leikstjórar myndarinnar segja það þó nauðsynlegt að myndin sé löng í ljósi þess að myndin er lokahnykkur þeirra 22 kvikmynda sem á undan komu, en serían hófst árið 2008 með útgáfu fyrstu Iron Man myndarinnar.

Heildarlisti Marvel Studios myndanna, fram að þeirri nýjustu.

„Það er mikið magn af sögum sem fara í myndina. Tilfinningar eru stór hluti af því fyrir okkur,“ segir Joe Russo, annar leikstjóri myndarinnar í samtali við Collider, og vill hann meina að það sé algjörlega þess virði að nýta þrjá tíma í söguna.

„Einmitt núna finnst okkur myndin vera að spilast afar vel og við höfum fengið góðar viðtökur frá prufu-áhorfendahópunum og okkur líður mjög vel með hvar þetta er statt.“

Þetta þýðir að Avengers: Endgame verði lengsta myndin í sögu Marvel-kvikmyndaversins en forveri myndarinnar, Infinity War, átti áður metið en sú mynd var tveir tímar og fjörutíu mínútur að lengd. Því er öruggt að fullyrða að aðdáendur myndabálksins eigi von á mikilli veislu þar sem aðgangseyririnn verður eflaust vel nýttur.

Avengers: Endgame verður frumsýnd þann 26. apríl. Stiklu fyrir myndina má sjá að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnusílin sem synda í seðlum – Leikarar Stranger Things mala gull

Stjörnusílin sem synda í seðlum – Leikarar Stranger Things mala gull
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þurý ferðaðist til Indlands og hitti styrktarbarnið sitt – „Ég vissi einhvern veginn ekkert hvað ég var að fara út í“

Þurý ferðaðist til Indlands og hitti styrktarbarnið sitt – „Ég vissi einhvern veginn ekkert hvað ég var að fara út í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru nýjustu lögin á Íslandi í dag: Óður til Herjólfs og Einar Áttavillti vaknar til lífsins

Þetta eru nýjustu lögin á Íslandi í dag: Óður til Herjólfs og Einar Áttavillti vaknar til lífsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“