fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Áheyrnarprufur Instagram Íslands halda áfram: Þessi komust áfram – „Er þetta tekið upp á ristavél“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 26. mars 2019 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áheyrnarprufur halda áfram í Instagram Íslands. Instagram Íslands eru nýir þættir hjá Áttan Miðlar á IGTV. Dómarar þáttarins eru Sunneva Einarsdóttir, Nökkvi Fjalar og Guðrún Veiga. Þau leita að næstu Instagram stjörnu landsins. Þessi komust áfram í topp 20.

Sjá einnig: Þessi komust áfram í topp 20 í Instagram Íslands: „Fátt meira sexí en sveitamenn“

@Emblawigum

Embla er förðunarfræðingur sem þorir að stíga út fyrir kassann. Um leið og dómararnir hafa séð nokkra sekúndu myndband af Emblu eru Sunneva og Guðrún Veiga sannfærðar.

„Við þurfum ekkert að skoða neitt meira af henni,“ segir Guðrún.

„Þetta er komið hún er komin inn,“ segir Sunneva.

Nökkvi vill þó sjá meira af henni og skoða dómararnir síðuna hennar. Embla sló í gegn hjá dómurum og komst áfram í topp 20.

@Ewelina1216

 

View this post on Instagram

 

☀️☀️

A post shared by Ewelina Rogowska (@ewelina1216) on

Ewelina er annar keppandinn í þætti gærkvöldsins. Hún er 21 árs, vinnur í vopnaleitinni á Keflavíkurflugvelli. Áhugamál Ewelinu eru að horfa á Netflix, borða KFC og fara í ræktina.

Nökkvi segir að hann gefur Ewelinu mínusstig fyrir að borða KFC. Sunneva segir að myndirnar hennar séu flottar en hún hati ekkert meira en þegar fólk setur ramma á myndirnar sínar. „Það má ekki lengur,“ segir Sunneva. Nökkvi tekur undir og segir: „Það eru tvö ár síðan það var inni.“

Ewelina komst áfram í topp 20.

@ErnaHornMakeup

Erna Hrönn er förðunarfræðingur. „Það er eitthvað touch sem vantar,“ segir Sunneva um Instagram Ernu. „Já það er einhver hreinleiki sem vantar,“ segir Nökkvi.

Dómararnir eru sammála um að bakgrunnar og lýsing Ernu á myndunum sé ekki á því stigi sem þau myndu vilja hafa.

Á einu myndbandinu sjást tærnar á Ernu. „Maður á að passa það finnst mér,“ segir Sunneva. „Þú vilt ekki fá skilaboð frá útlendingum bara: „Ó mig langar að sleikja þessar.““

Sjá einnig: Sunnevu boðinn peningur fyrir tásumynd: „Mig langar að sleikja þessar“

Erna komst ekki áfram.

@Kristaketo

Næsti keppandi er María Krista. Hún deilir miklu tengdu lágkolvetnabakstri. María er 45 ára, þriggja barna móðir og amma.

Dómararnir eru mjög hrifnir af Maríu Kristu og komst hún áfram í topp 20.

@Bandidogeg

 

View this post on Instagram

 

21.4 kg turkey !!!! #turkey #21.5kg #bandidogeg #food #huge #omg #turkey2018 #farmraised #farm

A post shared by Bandið Og Ég (@bandidogeg) on

Kamilla er 29 ára gömul og elskar að búa til fallegan og góðan mat.

Guðrún Veiga segist vera mjög hrifin af Kamillu. „Það er ekki auðvelt að taka fallegar matarmyndir,“ segir Nökkvi og bætir við að hann er spenntur að sjá meira af henni. Kamilla komst áfram í topp 20.

@LjosbraLofts

 

View this post on Instagram

 

Stjórnó var eitthvað annað skemmtilegt ?? Jónsi kann þetta og hefur alltaf gert ??❤️

A post shared by Ljósbrá Loftsdóttir. (@ljosbralofts) on

Ljósbrá Loftsdóttir er 18 ára og frá Selfossi. Dómararnir horfa á myndband af Ljósbrá syngja og hrósa henni fyrir góðan söng. „Einlæg stelpa, krúttleg,“ segir Nökkvi.

Guðrún Veiga segir já en Nökkvi og Sunneva segja nei. Ljósbrá komst ekki áfram.

@RakelHlyns

 

View this post on Instagram

 

Aldrei verið svona motiveruð ( reyndar drullu góð lýsing og kjellan er auðvitað að spenna ☄️

A post shared by Rakel HlynsDÓTTIR?? (@rakelhlyns) on

Rakel Hlynsdóttir er næsti keppandi. Rakel leggur mikla vinnu í heilsu og mataræði.

„Er þetta tekið upp á ristavél,“ segir Sunneva. En hún á við gæði myndbands Rakelar.

„Hún er mjög flott sko,“ segir Sunneva.

„Það vantar aðeins meiri vinnu í efnið hennar og kannski nýjan síma.“

Rakel komst áfram í topp 20.

@LjosbraMist

Ljósbrá er 23 ára einkaþjálfaranemi frá Reykjanesbæ. Dómararnir eru strax hrifnir af Ljósbrá.

„Hún er ótrúlega social media,“ segir Nökkvi.

Ljósbrá komst áfram í topp 20.

@StefanOliPhotography

 

View this post on Instagram

 

“One day your life will flash before your eyes, make sure it’s worth watching” . . . #Nature_brilliance #artofvisuals #welivetoexplore #natureaddict #ourplanetdaily #roamtheplanet #travelphotography #wowair #icelandair #everydayiceland #whyiceland #inspiredbyiceland #freelancephotography #traveltoinspire #rvkfoto #earthvisuals #naturediversity #sonyalpha #mystopover #iceland #exploreiceland #traveltocreate #earthofficial #guidetoiceland #worldnomads #stayandwander #adventuretravel #earthporn #sunsetlover #grandphotographers @earthofficial @guidetoiceland @earthpix @earthfocus @icelandair @wheniniceland @inspiredbyiceland @ig_iceland @earthoutdoors @amazingiceland @wild_northbound

A post shared by Stefán Óli Þorleifsson (@stefanoliphotography) on

Stefán Óli er 23 ára og hefur áhuga á íþróttum, náttúru, útiveru og myndavélum.

Dómararnir skoða myndirnar hans Stefán Óla.

„Mjög dark og sexy,“ segir Nökkvi.

Guðrún Veiga er ekki hrifin af því sem Stefán Óli setur undir myndirnar sínar, svokölluð „quotes.“

Stefán Óli komst áfram í topp 20.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“