fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Valdimar hakkaður á Facebook: „Við fáum engin svör“

Fókus
Mánudaginn 25. mars 2019 13:30

Valdimar er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson varð fyrir yfirtöku tölvuþrjóta. Á svonefndri „Like-síðu“ hljómsveitarinnar á Facebook blasti skyndilega við ókunnug kona og kom tónlistarmaðurinn alveg af fjöllum þegar hann sá ljósmyndirnar sem „huldukonan“ hafði hlaðið upp. Allt útlit var fyrir því að Valdimar hafi verið útskúfaður frá sinni eigin síðu og fæst engin skýring á málinu hjá stórveldi Marks Zuckerberg, en söngvarinn segir:

„Það er búið að hakka og stela Facebook-síðu hljómsveitarinnar Valdimar og við fáum engin svör frá Facebook.“

Þá var undir vinum Valdimars komið að tilkynna þessi nethryðjuverk til umsjónarmanna samfélagsmiðilsins, en nú lítur út fyrir að vefsíða hljómsveitarinnar hafi verið fjarlægð.

Hér má finna skjáskot af vefsíðunni og prófílnum sem yfirtók síðu hljómsveitarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnusílin sem synda í seðlum – Leikarar Stranger Things mala gull

Stjörnusílin sem synda í seðlum – Leikarar Stranger Things mala gull
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þurý ferðaðist til Indlands og hitti styrktarbarnið sitt – „Ég vissi einhvern veginn ekkert hvað ég var að fara út í“

Þurý ferðaðist til Indlands og hitti styrktarbarnið sitt – „Ég vissi einhvern veginn ekkert hvað ég var að fara út í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru nýjustu lögin á Íslandi í dag: Óður til Herjólfs og Einar Áttavillti vaknar til lífsins

Þetta eru nýjustu lögin á Íslandi í dag: Óður til Herjólfs og Einar Áttavillti vaknar til lífsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“