fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Ráðist á Patrek á Benidorm: „Ég hrækti á hann og þá tók hann upp hníf“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 25. mars 2019 11:30

Patreki var eilítið brugðið en líður vel eftir atvikið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Patrekur Jaime er í skemmtiferð í sumarleyfisparadísinni Bendidorm ásamt fjölskyldu sinni. Ferðin tók óvænta stefnu um helgina þegar að Patrekur komst í hann krappan.

„Ég og systur mínar vorum að djamma eitt kvöldið og það var stór maður í mótorhjólavesti merkt einhverju gengi sem var að abbast upp á systur mína. Ég fór á milli og bjargaði henni, en þá byrjaði hann að kalla mig öllum, illum nöfnum,“ segir Patrekur í samtali við DV og heldur áfram. „Ég hrækti á hann og þá tók hann upp hníf. Ég setti hendurnar upp til að verja mig og fékk tvo skurði á handlegginn.“

Hér má sjá skurðina sem Patrekur fékk eftir árásina.

Við þetta fór maðurinn í mótorhjólavestinu á brott, en meiðsl Patreks voru minniháttar og því leitaði hann sér ekki læknisaðstoðar. Honum var eilítið brugðið eftir árásina.

„Þetta var ekkert hræðilegt en ég fékk smá sjokk fyrst. Nú líður mér vel og þetta var bara ævintýri,“ segir hann. En hugsaði hann sig ekki tvisvar um áður en hann gekk á milli mannsins og systur sinnar til að bjarga henni?

„Nei, alls ekki. Þetta er systir mín.“

Patrekur er með fjölskyldunni á Benidorm.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnusílin sem synda í seðlum – Leikarar Stranger Things mala gull

Stjörnusílin sem synda í seðlum – Leikarar Stranger Things mala gull
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þurý ferðaðist til Indlands og hitti styrktarbarnið sitt – „Ég vissi einhvern veginn ekkert hvað ég var að fara út í“

Þurý ferðaðist til Indlands og hitti styrktarbarnið sitt – „Ég vissi einhvern veginn ekkert hvað ég var að fara út í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru nýjustu lögin á Íslandi í dag: Óður til Herjólfs og Einar Áttavillti vaknar til lífsins

Þetta eru nýjustu lögin á Íslandi í dag: Óður til Herjólfs og Einar Áttavillti vaknar til lífsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“