fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Mel B varpar sprengju – aðdáendur Spice Girls í sjokki: „Ég svaf hjá Geri“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 24. mars 2019 09:29

Geri og Mel B voru ansi nánar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurkoma kryddpíanna gæti verið í hættu eftir að Mel B ljóstraði því upp í sjónvarpsþættinum Life Stories með Piers Morgan að hún hefði stundað kynlíf með Geri Horner „Ginger Spice“ þegar að hljómsveitin var á hápunkti frægðarinnar. Greint er frá þessu á vef Daily Mail.

„Hún (Geri) á eftir að hata mig því hún er fín í sveitahúsinu sínu með eiginmanni sínum en þetta er staðreynd. Þetta gerðist bara og við flissuðum. Þar með var það búið. Hún var með geggjuð brjóst,“ sagði Mel B við Piers. Hann spurði þá hve oft þær hefðu sofið saman.

Kryddpíurnar á hátindi ferilsins.

„Æi, hættu þessu pervertinn þinn,“ sagði Mel B og bætti við að þetta hefði aðeins gerst einu sinni.

„Hún á eftir að drepa mig og eiginmaður hennar líka,“ bætti hún við. „Vonandi neitar Geri þessu ekki þegar hún verður spurð því þetta var bara gaman.“

Ein önnur Kryddpía, Mel C, var í salnum og fengu þessar upplýsingar eilítið á hana. „Þetta er allt nýtt fyrir mér,“ sagði hún.

Geri hefur ekki enn tjáð sig um þessa opinberun, en dásamaði líkama Mel B í viðtali við fyrrnefndan Piers árið 2010.

„Hún er fjallmyndarleg, jafnvel fallegri í alvöru. Hún er með frábær brjóst og undursamlegan afturenda.“

Meira en vinkonur.

The Sun greinir hins vegar frá því að Mel B hafi hringt í Geri strax eftir að tökum á þættinum Life Stories lauk og beðið hana afsökunar. Heldur fjölmiðillinn því fram að endurkoma Kryddpíanna, sem eru á leið á tónleikaferðalag, gæti verið í hættu vegna þessarar uppljóstrunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnusílin sem synda í seðlum – Leikarar Stranger Things mala gull

Stjörnusílin sem synda í seðlum – Leikarar Stranger Things mala gull
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þurý ferðaðist til Indlands og hitti styrktarbarnið sitt – „Ég vissi einhvern veginn ekkert hvað ég var að fara út í“

Þurý ferðaðist til Indlands og hitti styrktarbarnið sitt – „Ég vissi einhvern veginn ekkert hvað ég var að fara út í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru nýjustu lögin á Íslandi í dag: Óður til Herjólfs og Einar Áttavillti vaknar til lífsins

Þetta eru nýjustu lögin á Íslandi í dag: Óður til Herjólfs og Einar Áttavillti vaknar til lífsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“