fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Hatrið sigrar hin Norðurlöndin: „Þeir eru tilbúnir undir átök og þyrma engum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 23. mars 2019 17:00

Hatari er framlag Íslands í Eurovision.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framlag okkar Íslendingar til Júróvisjón í ár er vinsælasta framlag Norðurlandanna, ef marka má yfirstandandi könnun á vinsæla Júróvisjón-vefnum Wiwiblogs.

Öll Norðurlöndin hafa valið sín framlög en Hatari skarar töluvert fram úr samkvæmt þessari könnun. Næst á eftir Hatara kemur tríóið KEIINO frá Noregi með lagið Spirit in the sky, sem er mjög klassískt og hresst Júróvisjón lag sem margir hafa talað um að minn ögn á hljómsveitina Aqua sem var vinsæl á tíunda áratug síðustu aldar.

Á wiwiblogs segir um íslenska framlagið:

Það er engin þörf á að kynna Hatara sem hafa sett mark sitt á keppnina til frambúðar einfaldlega með því að taka þátt. Þeir eru tilbúnir undir átök og þyrma engum með hráu og heillandi lagi sínu, íklæddir leðri og latex. Mun hatrið sigra og gefa Íslandi sæti á úrslitakvöldinu ?

Veðbankarnir úti hafa þó minni trú á hatrinu og spá því að Svíþjóð verði efst Norðurlandanna með laginu Too late for love með söngvaranum John Lundvik, sem væntanlega myndi heita Jón Lúðvík eða Jón Lundvík á Íslandi.

Framlag Noregs

Framlag Svíþjóðar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Óvænt uppákoma á rauða dreglinum – Hafði ekki hugmynd um fortíð meðleikkonunnar

Óvænt uppákoma á rauða dreglinum – Hafði ekki hugmynd um fortíð meðleikkonunnar
Fókus
Í gær

Eurovision-leki afhjúpar sviðið: „Þetta er óásættanlegt“

Eurovision-leki afhjúpar sviðið: „Þetta er óásættanlegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lína Birgitta segir ríkja misskilning um starf áhrifavalda – Segir góðan pening í samfélagsmiðlum

Lína Birgitta segir ríkja misskilning um starf áhrifavalda – Segir góðan pening í samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grýtt með sítrónu og strunsaði af sviðinu – Kenna Beyoncé um – Myndband

Grýtt með sítrónu og strunsaði af sviðinu – Kenna Beyoncé um – Myndband