fbpx
Laugardagur 20.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Sara Rún ætlaði að gamna sér með Jeppe: Þá dundi áfallið yfir – „Typpið mitt brennur“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 22. mars 2019 12:30

Sara Rún er eini Íslendingurinn í keppninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Rún Ísafold, tvítug, íslensk stúlka búsett í Danmörku, er ein af stjörnunum í danska raunveruleikaþættinum Ex on the Beach sem sýndur er á Kanal 4. Einkennismerki þáttanna er að þátttakendur fella oft hugi saman, hvort sem það er til langtíma eða bara eina nótt. Í nýjum þætti ætlar Sara Rún einmitt að gamna sér með Jeppe Risager, sem áður hafði átt vingott við Fie Laursen.

Sara Rún og Jeppe eru komin inn í svefnherbergi og mikill hiti í leikum þegar að Jeppe ákveður að setja öryggið á oddinn og setja á sig smokk. Hann er með latex ofnæmi og kom því með sína eigin, sérstöku smokka í þáttinn. Jeppe er hins vegar vel í glasi og grípur óvart smokka sem framleiðendur þáttanna skaffa. Þá fyrst kárnar gamanið.

„Typpið mitt brennur,“ öskrar hann og hleypur inn í herbergið sitt þar sem sérstöku smokkarnir eru. „Fokk, þetta brennur.“

Á þessari stundu er ljóst að Sara Rún og Jeppe ná ekki að fullkomna samband sitt og fara bæði skúffuð að hátta.

Hér má sjá skjáskot úr þættinum.

Jeppe tjáir sig um málið í viðtali við Extra Bladet.

„Við vorum búin að vera að í þrjá og hálfa mínútu og þá byrjaði mér að svíða og líkt og typpið logaði. Ég gat ekki einu sinni pissað. Þetta var hræðilegt,“ segir Jeppe.

„Þegar ég setti smokkinn á var það ekki vont en þegar ég var kominn í gang fann ég að typpið bólgnaði. Ég get best lýst þessu sem fánastöng þar sem stöngin sjálf er hvít og toppurinn eldrauður. Þetta var hræðilegt og virkilega óþægilegt.“

Þess má geta að Sara Rún og Jeppe hafa verið að deita síðan að tökum á þáttunum lauk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Disney í öngum sínum yfir stóra Avengers lekanum – Aðdáendur flýja samfélagsmiðla

Disney í öngum sínum yfir stóra Avengers lekanum – Aðdáendur flýja samfélagsmiðla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr reynir ýmislegt til að lina þjáningarnar: „Svæsnustu köstin lýsa sér alveg eins og heilablóðfall“

Jón Gnarr reynir ýmislegt til að lina þjáningarnar: „Svæsnustu köstin lýsa sér alveg eins og heilablóðfall“