Fimmtudagur 12.desember 2019
Fókus

Manstu eftir þessum íslensku auglýsingum? Nostalgían svífur yfir vötnum

Fókus
Föstudaginn 22. mars 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem ólust uppá á áttunda og níunda áratug síðustu aldar muna eflaust eftir því að hafa hlustað á vasadiskó, gætt sér á íscola og safnað peningum í forláta sparibauk frá Útvegsbankanum. Þegar slíkir hlutir eru hins vegar nefndir á nafn í dag virðist yngri kynslóðin hins vegar koma af fjöllum.

Á fésbókinni má finna síðu sem ber nafnið Gamlar auglýsingar á Íslandi en þar hefur verið safnað saman auglýsingum sem birtust í blöðum og tímaritum á árum áður og ættu þær eflaust að vekja upp hlýjar minningar hjá þeim sem ólust upp á tímum þar sem hvorki voru til snjallsímar, flatskjáir eða fartölvur.

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um nokkrar gamlar og góðar auglýsingar fyrir vörur og þjónustu sem flestar eiga það þó sameiginlegt að hafa síðar meir horfið af sjónarsviðinu.

Gos með súkkulaðibragði átti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum

 Má bjóða yður kúmen og hvítlaukspylsur?

Það voru margir sem geymdu vasapeningana sína í Trölla

Útvegspilið var spilað á ófáum heimilum um hver jól

Hi- C var ómissandi hluti af nestisboxinu

Heimsending á myndbandspólum þótti mikil nýbreytni 

Jarlinn var sívinsæll fjölskylduveitingastaður

Sódastream tækið var ekki óalgeng sjón á íslenskum heimilum á níunda áratugnum

Íspinnarnir með marglitu stöngunum eru mörgum ferskir í minni

 Umbúðirnar frá MS hafa skiljanlega breyst með tíð og tíma

Þau Óskar og Emma veita Trölla harða samkeppni um smápening unga fólksins:

Á Villta Tryllta Villa stigu margir villtan dans

Manst þú eftir Malt í dós?

Ófáir karlmenn gengu krullhærðir út af hárgreiðslustofunum:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlustaðu á vinsæl íslensk jólalög komin saman í einni syrpu

Hlustaðu á vinsæl íslensk jólalög komin saman í einni syrpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Taktu þátt í kosningunni á manni ársins

Taktu þátt í kosningunni á manni ársins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smiðsþokki menningarvitans

Smiðsþokki menningarvitans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristina syngur í stórmynd sem framleidd er af Warner Brothers – „Leikstjórinn vildi nota útgáfuna okkar“

Kristina syngur í stórmynd sem framleidd er af Warner Brothers – „Leikstjórinn vildi nota útgáfuna okkar“