fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Vala Grand kynntist kærastanum á Tinder: „Ég held að það hefði verið öðruvísi ef ég hefði enn þá verið með blibbalibb“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 21. mars 2019 14:00

Vala og Daði. Mynd: Skjáskot af vef Vísis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Transkonan og þúsundþjalasmiðurinn Vala Grand er nýjasti gestur í þættinum Einkalífið á Vísi. Í þættinum fer hún yfir víðan völl, talar meðal annars um kynleiðréttingarferlið, frægðina og fordómana. Þá opnar hún sig einnig, eins og nafnið gefur til kynna, um einkalífið.

Vala er í sambandi með Daða Mánasyni, en þau hafa verið saman í tvö og hálft ár.

„Þetta er lengsta sambandið mitt. Yfirleitt eru þau ekki lengri en eitt og hálft ár,“ segir Vala og hlær. Með fullri virðingu fyrir öðrum fyrrverandi elskhugum segir Vala að þetta samband sé öðruvísi.

„Tilfinningin er að þetta er rétt.“

Vala og Daði kynntust á Tinder og fullvissaði Vala sig um að Daða væri alveg sama um að hún væri transkona, sem sagt fæddist karlkyns og lét leiðrétta kyn sitt.

„Hann sagði við mig að honum væri alveg sama. Það segir mér að þú sért ástfanginn af manneskjunni. Ástin er það sterk að þú elskar manneskjuna sama hvað,“ segir Vala. „Ég held að það hefði verið öðruvísi ef ég hefði enn þá verið með blibbalibb,“ bætir hún við og vísar þá í getnaðarliminn sem var fjarlægður í kynleiðréttingaraðgerð fyrir nokkrum árum.

Vala segir enn fremur að þau Daði passi vel saman þar sem þau séu mjög ólík.

„Hann er steinninn minn. Hann er frábær. Ég er erfið en hann róar mig niður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Elis er látinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnusílin sem synda í seðlum – Leikarar Stranger Things mala gull

Stjörnusílin sem synda í seðlum – Leikarar Stranger Things mala gull
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þurý ferðaðist til Indlands og hitti styrktarbarnið sitt – „Ég vissi einhvern veginn ekkert hvað ég var að fara út í“

Þurý ferðaðist til Indlands og hitti styrktarbarnið sitt – „Ég vissi einhvern veginn ekkert hvað ég var að fara út í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru nýjustu lögin á Íslandi í dag: Óður til Herjólfs og Einar Áttavillti vaknar til lífsins

Þetta eru nýjustu lögin á Íslandi í dag: Óður til Herjólfs og Einar Áttavillti vaknar til lífsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“